Ömurlegur uppvakningur.

Það var einhvern veginn ekkert sérstakt að læsa sig úti í þessu einum fata:

nightgown

 Plús reyndar bleikum flís-slopp og breskum "slippers" á borð við þessa:

Slippers480

Fjölskylda mín var þegar farin til vinnu og ég sem sagt læsti mig úti berleggjuð á náttkjól og slippers í frosti einn morgun vikunnar. Hrökklaðist um götuna í leit að húsaskjóli og leið eins og foreldrum Jesúbarnsins forðum daga þegar kom að því að María skildi verða léttari en kom alls staðar að luktum dyrum.

Það var fyrir náð og miskunn góðrar gamallar konu í Hafnarfirðinum að ég fraus ekki til dauða langt fyrir aldur fram. En hún var sem miskunnsami samverji nútímans holdi klæddur og skaut skjólhúsi yfir mig. Talaði rólega til mín, spilaði Frúna í Hamborg við mig af lífi og sál, gaf mér heitt kakó og kleinur og leyfði mér að hringja í mömmu sem fór þegar í stað að plana aðgerðir til þess að koma mér inn áður en hjarta mitt spryngi af ömurleika. Ég komst inn í hús mitt eftir dúk og disk, í andlegu hakki full líkamlegri vanlíðan.

Í kjölfarið vil ég útnefna speki dagsins þessa:

MUNIÐ EFTIR LYKLUM! 

 


Sverð-vinur vikunnar.

1751690829_52274163e1

Þann ó-vafasama titil: Sverð-vinur vikunnar hlýtur ungur piltur að nafni Kári. Titilinn á hann skuldlausan sem og forverar hans en Kári setti það ekki fyrir sig að kasta sér á mölétinn samfarasófa í ónefndri byggingu háskólasvæðisins, þegar Sverðköttur viðraði þá hugmynd við hann.

Viðmót Kára var í alla staði einkar hlýlegt og aðstandendur Sverðkattar voru sammála um að drengurinn væri ofboðslega elskanlegur. Og yndislegur. Og að sjálfsögðu hot.

Að launum verður Kári staupaður upp næst þegar Sverðköttur hittir hann á barnum. Ég veit hann hatar það ekki.

E.S. hæ fæf á manneskjuna sem veit í hvaða byggingu þessi mynd er tekin.

E.E.S. ég vil persónulega mæla með þessu hér

Platónsk ást og friðarúthellingar, B.  

 


Sverðuppboð vikunnar !

Sverðuppboð vikunnar er ekki af verri endanum. Í boði er forláta flauelsjakki með meiri sögu en bíllinn hans KS ( ... að vísu hætt við að færri hafi afmeyjast í jakkanum en í hinum fræga bíl ) ! Hver blettur í jakkanum hefur skemmtilega sögu að segja. Bríserinn sem helltist niður á Felix. Salsasósublettir eftir næturstopp í úthverfissjoppunni "Á stöðinni." Æluflekkur eftir hellaða busann á verslóballinu o.s.frv. o.s.frv. Jakkinn hentar einkar vel við ljósar strípur, flegna boli og leitandi sjálfsmynd ... !



Ekki láta þennan úr hendi þér sleppa. Verður sleginn hæstbjóðanda !

Mér finnst svo gaman.

 1680347833_17ca4f3168

Ég bauð breskum homma og vinkonu hans í kvöldmat á laugardaginn. Þau settu upp trylltasta gervibros sem ég hef séð þegar ég bað um eina mynd af þeim með kræsingunum. Mér er alveg sama því mér finnst svo gaman í lífinu:

1680255631_c87903f9c6

 


Paradísarplanta í glæsilegan skrúðgarð Single&Fab

 

Enn einn framherjinn í annars stórgott knattspyrnulið. Staðfesting á góðu starfi. Fabið í single-inu. Single-ið í fabinu. Systir ódauðleikans. Afabarn hamingju. "Maður getur jú alltaf á sig blómum bætt." Og já. Lífið er byrjað.

 

Þegar Mogginn er með okkur, hver getur verið á móti okkur? 


Okt-Ó-Ber-Fest.

Það var sem sagt Októberfest í síðustu viku og ég lenti í ýmsu. "Niður með mæðraveldið" var öskrað samhliða bjórdósum sem fengu að fljúga í höfuð mitt. "Hlaupum yfir öll borðin í tjaldinu" sagði Helga Björg við mig og bætti við "Lifi PÚKAFJÉLAGIÐ". Tryllt fabstig fyrir það Helga Björg! Drulla, drullusvað, leðjuslagur og leðjuslagurinn eru fjögur orð sem einkenna ástandið á föstudagskvöld. "Mig langar svo í slag" heyrði ég einn gæslumanninn segja. Ég bauðst til að hjálpa honum að pikka upp einn fæt. Hér ætla ég þó að láta staðar numið úr ferð gegnum mitt æði gloppótta minni og rekja þessheldur söguþráðinn með hjálp skemmtilegra mynda sem ég tók.

Kafli 1: Vala eða Sessó með hottí

1570004334_eece035bc6

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann til hægri kvaðst vera mikill friðarsinni eða "peace-lover". Vala greip speki hans og lífssýn á lofti og fóru þau að ræða hugmyndir Stóumanna og lífið allt. Þegar ég kom við sögu voru þau á kafi í hugmyndum 17. aldar-fræðinga frá Líbanon um samyrkjubúskap og áætlanagerð. 

1570004358_8079e0b33f

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Djammdúfan Sessó (Zezzó) var ekki lengi að kasta sér á þennan. Meðal spurninga sem hún lét dynja á saklausum manninum voru: af hverju hataðiru mig í grunnskóla? hvað finnst þér um nýju borgarstjórnina? finnst þér Björn Ingi ekki koma illa út úr þessu? hver heldur þú að sé tilgangur lífsins? Hann svaraði þessu ölllu á stórkostlega politically correct máta. 

1570004430_4b991d90ba

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Þessi bjórkrús tók einn lítra af áfengi. Þessi líkami til vinstri tók svona einn sinnum tuttugu lítra af áfengi.  Það eru eilíf fabstig á það, Vala! 

Kafli 2: Fólk sem var að gera fáránlega góða hluti í 1500 fermetra tjaldinu

 1569958658_6f352ed3cc

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessar eru í Röskvu. Þessar eru fab. Þetta eru Kolla og Beggó. Ég get pimpað þær ef áhugi er til staðar báðum megin. Þessar voru með drykkjulæti og áhugaverð skemmtiatriði í tjaldinu. Þessar eiga hrós skilið fyrir að vera nettar.

1569987312_ca6a9deff0

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hér gefur að líta dálítið góða yfirlitsmynd yfir tjaldsvæðið. Lítill fugl hvíslaði því að mér að skemmtanaleyfið hafi einungis verið fyrir 600 manns. Minni fugl hvíslaði því að mér að þarna inni hafi verið 10.000 manns. Ég veit ekki hvað er hæft í hverju fyrir utan það að fólk var að meeeeta Festivalið.

1569987324_aa90e79e39

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Ég bauð þessum í sleik. Hann neitaði og sagðist heita Jón Ragnar Jónsson. Alnafni vinar míns sagði ég þá. Hann sagði já og gaf mér fimmu. Ég spurði hvort ég mætti bomba af honum einni mynd. Hann sagði já, þú ert krútt Björg og stillti sér upp.   

1569987362_8f07ce3641 1570004312_80b17c38e9

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



Þessi hér. Yngvi og Ása. Ása og Yngvi. Hljómar eins og eitthvað par úr lestrarkennslubók í 1. bekk. Ása tók léttan bekkjadans við stórfelld fagnaðarlæti tjaldgesta enda fáir sem hata Ása-dansana. Af svip Yngva að dæma var hann þó einn þeirra sem hata Ása-dansana. Hví? gætu einhverjir spurt sig.1570004372_544fd8535e

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



Eva litla var viljug að kasta sér upp á bekk og borð fyrir mig. Þakkir á hún skuldlausar inni fyrir það. Hún hefur áður kastað sér á hluti. Þar með taldar manneskjur (mig) í Hallgeirsey. Það er samt önnur saga sem verður síðar sögð.

Kafli 3: Systrakrútt

1570029758_7deb972f33

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Krútt. Hvolpar. Hvolpar og krútt. Krútt og hvolpar. Lítil blóm. Grænt gras. Blómlegur regnbogi. Hamingja og barnaafmæli. Systurnar Jóna Dögg og Tinna Þórðarsdætur eru án efa krútt kvöldsins. Sjáiði þessi krúúúúttttttt?

Kafli 4: gaurar sem ég reyndi að pikka upp fæt við, finnst sætir eða eru hamingjusamlega vígðir inn í stórfjölskyldu mína. Tada. 

1569987346_4468073484

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Það sem mér finnst trylltasta við þessa mynd er andsetna armbandið sem Arnar (þessi í gyllt-gula-jakkanum) ber á hægri hönd. Er þetta skylmingarþrælaarmband?  
 
1570004288_c09f3c2928

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



Þetta sjarmör tilheyrir flokknum "að vera hamingjusamlega vígður inn í stórfjölskylduna". Ásamt því auðvitað að vera sætur. Þetta er hann Kári sem er í hamingjusömu tveggja manna ástarsambandi með móðursystur minni, Stefaníu Scheving Thorsteinsson. Ég er viss um að þessi mynd væri tuttugu sinnum krúttlegri ef að Steffí væri með honum. Án hennar er hann samt viðbjóðslega krúttlegur og fær fabstig fyrir það! 

Kafli 5: Sá besti. Andsetna Double-deitið. Það þarf ekki fleiri orð um þessa syrpu önnur en þessi: ANDSETNA DOUBLE-DEITIÐ.   

1570029778_dee4d01fcc

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1570029794_cab83f96c7

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1570029806_88d5cf1c98

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1570029836_6bf0e66310

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1570035218_2e57520f75

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


P.S. Ef einhver veit hvað brúnklæddi sjarmörinn númer tvö frá hægri heitir má sá hinn sami endilega setja nafn hans í komment. Takk. Takk fyrir mig. 

Viðauki 1
Óspect kvöldsins: Erling Daði Emilsson fyrir að hafa haldið Sirrý á 4-tíma-trúnói í tjaldinu. Sverðköttur gefur ó-fab-stig fyrir svoleiðis athæfi. Spect kvöldsins fær þá að vonum Kristófer Gunnlaugsson sem sendi Erlingi nokkur sms og sagði honum að drullast af þessu fokking trúnói!

Lifið heil, Björg Magnúsdóttir.


Dass af Berlín ...

bjorgogbirnir

 


Við og þú eldvarpa. Það sem eftir er !



Fab Four Fulli Klúbburinn í afmæli.

Valbjörg hatar ekki partí. Þess vegna var stefnan tekin snemma á að mæta í afmælisveislu Láru Óskar sem var haldið snemmhausts. Þemað var: svart og hvítt og hattar slash höfuðfat. Í partíinu var margt um manninn: einn bölvaður andfeministi sem undirrituð lenti í heiftarlegu debati við, nokkrir blaðamenn úrkula vonar, dass af fabi, frítt bús í bölum og annað áhugavert. Þóra Halldóra lagðist á sveif með Valbjörgu og ákváðum við í sameiningu að gefa afmælisbarninu í tilefni dagsins, áfangans og lífs í heild ljósmyndabók David La Chapelle.

1498766547_46bae67436

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og svipur afmælisbarnsins gaf til kynna var enginn möguleiki að sjá hvað henni fannst um gjöfina. Einhver þóttist sjá votta fyrir vonbrigðum þegar svartklæddur maður reif af bókinni plastið og gerði þar með ómögulegt að skipta henni. Önnur þóttist heyra "jesssss" frá afmælisbarninu. Hvort sem það var þá hefur D&G kjóll Láru Óskar svona svipuð áhrif út í samfélagið og krúttgallinn minn. Í honum leyfist allt.
1499633834_d352c09da4

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Ljósmyndarinn og fellow fab member, Þóra Halldóra er hér til hægri. Samkvæmt öruggum heimildum kastaði hún sér á spöngina og eyrnalokkana í tilefni áfanga Láru og í tilefni þema kvöldsins. (Upprifjun: þemað var: svart, hvítt og hattar slash höfuðfat). Ég veit ekki hvernig hún þekkir stúlkuna til vinstri en með hliðsjón af líkamsstellingum hafa þær þekkst í áraraðir. Eða þá að Bakkus hefur tekið völd og bundið þær órjúfanlegum böndum. Hvort sem það er, eru þær fab

1506028848_d2c31a2cbf

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má segja að andfeministinn sé holdi klæddur. Í essinu sínu. Ég hefði ekki grátið  lengi  ef eldurinn hefði brennt skoðanir hans upp til grunna. Þær skoðanir voru meðal annarra að konum færi betur að sjá um heimili heldur en að vinna úti og ættu ekkert erindi í efstu stöður fyrirtækja. Einhver dró mig frá honum þegar ég var farin að öskra jafnréttishugmyndir mínar út í teitið og þakka ég þeim hér með

1499633824_c80e15c359

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Andfeministinn í miðju hözzzzli. Svona eftir á að hyggja var hann ágætur, var einungis að reyna að espa mig upp. Gekk ágætlega hjá honum.
 1498717725_8b3a625276

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Hér er Valbjörg. Einhver tróð þessari kórónu á mig, hún er megasweet. Alltaf stutt í flipp&glens þrátt fyrir uppespanir andfeminista, nokkrar byltur á trampói staðarins og ansi marga fría drykki. Hata það ekki. Jess.  

Viðauki 1: Þóra tók þessar myndir sem ég rændi samviskulaust af síðu hennar.


Ráðvilltari en Verzlóhnakki á busaballi í MH?

1483876051_19971804e0

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Nei, þessi maður er á engan hátt ráðvilltur. Hvað þá hakkaðari en hnakki á Teknókvöldi á Hvebbanum. Sverðköttur kynnir til sögunnar með miklu stolti: Pétur Markan, Sverð-vin-vikunnar. Titilinn á hann skuldlausan fyrir að bjóða Sverðketti á Bikarleikinn næsta laugardag.  

1484764514_3ab4f8b491

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér gefur að líta Sverð-vin-vikunnar í Brokeback skyrtu og virkilega huggulegu vesti yfir. Eins og komískt glott módelsins gefur til kynna hatar hann ekki Brokebackið frekar en annað fólk sem telst heilt á geði. Sverð-vinur-vikunnar á virðingu okkar óskipta fyrir glæsilegan og hreint út sagt fimm stjörnu myndaþátt í Kringlublaðinu sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband