11.9.2007 | 23:41
Beibí krúllu öskur !
Fab-stigin halast inn:
1 stig - Berlínar-pluss
1 stig - Fab femme fatale fundir
1 stig - Settlega stöffað skítugt hár
1 stig - Nóbelsverðlaunahafar á Bergstaðastrætinu
1 stig - Iðnó upplestrar
1 stig - Kastalar úr feminista-post-it-miðum
1 stig - Sagnfræðispeki frá Móður Jörð
1 stig - Bleikir sokkar í lakkskóm
1 stig- Dúskur á krútthaus
1 stig - Plön næstu daga ...
O.s.frv. o.s.frv.
Held það verði jafn unaðslegt um helgina og þessa góðu helgi:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.9.2007 | 15:13
Ég var sökuð um óvandað málfar um daginn.
Setningar á borð við:
-Æi hann er að stöffast upp á einhverju fokking kjaftæði.
-Sástu stykkið sem var sligast yfir götuna?
-Þetta er svo drullu ógeðslega djöfulli fab að mig langar að skera úr mér miltað og kasta því yfir krádið.
-Ég er að stöffast upp af þessu skelfilega helli.
-Það er engum blöðum það að fletta að ég er hell helgarinnar.
-Þau eru svo ógeðslega fokking ófab og helluð.
-Hva, var bara verið að stöffa sig upp á Vegó?
-Hann hefur verið að niður-stöffa sig í allt sumar, var víst í einkaþjálfun.
-Djöfulsins viðbjóðslega ófokkingfab kjaftæði.
.. þóttu einfaldlega ekki mönnum bjóðandi og þaðanafsíður við hæfi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.9.2007 | 23:49
Fab & Dandy listi Valbjargar fyrir veturinn
Þessi listur var samsettur af Völu og Björgu í flugvélinni frá Berlín. Hann er einungis til yfirlits og áminningar fyrir komandi átök nú í vetur. Við höfum sem sagt sett saman magnað kerfi þar sem hægt er að skora bæði fab og dandy stig, eitt eða mörg eða bæði, einstök atvik gætu þurft að fara í nefndi. En hér eru aðeins dæmi um atriði og gjörðir sem gefa fab&dandy stig. Tölurnar til vinstri gefa til kynna hversu mörg stig skorast. Gerið svo vel.
1 - Fara í leikhús.
1 - Horfa á kvikmynd sem er ekki dæmigerð klisju Hollywood-mynd.
1 - Elska Berlínar-Birni.
1 - Lesa bók sem heitir ekki The Secret eða Da Vinco Code.
1 - Fara á kaffihús, helst lesa blöð þar.
2 - Elda fyrir vini og/eða vandamenn.
2 - Skála í rauðvíni/hvítvíni/kampavíni.
1 - Vera í fab-dressi.
2 - Komast á gott lífstrúnó/spjall.
1 - Hafa vel rökstuddar stjórnmálahugsanir.
1 - Kunna öll lögin í Sound of Music.
1 - Halda Sangria-partý.
1 - Ferja demanta frá Prag.
1 - Stöffa í sig fab stuffi.
1 - Hafa vel rökstuddar lífsskoðanir.
1 - Lífsspeki, hugsjón.
2 - Komast fab&dandy út úr laugardagskvöldi.
2 - Hafa góðar hugmyndir á takteinum.
1 - Vera til í flipp.
1 - Skipuleggja fab eða dandy dagskrá fyrir dag eða kvöld.
1 - Dandy hreyfing á borð við blak, frisbee eða eitthvað slíkt.
1 - Ferð á bókasafni.
1 - Fara í fab-luncha í hádeginu.
1 - Fylgjast með fréttum.
2 - Hafa alltaf yfirhöndina. Yfirhönd eða dauði.
1 - Hafa yfir að ráða góðum orðaforða í tali og á riti.
1 - Lesa ljóð.
1 - Hlusta á klassíska tónlist.
1 - Hafa sjálfstraust.
2 - Hafa lífsþrá og lífsgleði.
1 - Elska listina.
1 - Fara á tónleika.
1 - Sækja í hvers kyns listaviðburði og atburði.
1 - Vera fab femmi.
1 - Vera í rauðum og/eða hvítum fötum.
2 - Vera ó-passó/passíf.
2 - Vera Bóheim.
3 - Hafa IT-ið.
1 - Hafa húmor fyrir sjálfum sér.
1 - Láta ekkert slá sig út af laginu.
1 - Eiga eða vera í krútt-galla.
1 - Vera með slaufur í outfitti.
Þetta var fab&dandy listi vetrarins. Vonandi kemur hann sér vel á súrum og sjúskuðum síðkvöldum!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2007 | 18:49
Þegar vandræðaleikanum linnir ekkert
A: Góðan og blessaðan daginn!
B: Daginn..
A: Hvað get ég nú gert fyrir þig á þessum dýrðar Drottins degi?
B: Ég er komin til þess að ná í strætókortið mitt, Sóldís Sigurlaug..
A: Heyrðu já, sjálfsagt! Gætirðu fundið nafnið þitt í þessari möppu og kvittað fyrir móttökunni? Þú ert í S-inu þínu er það ekki? Allavega í S-inu í möppunni, Sóldís..
B: Hehhh.. já einmitt. Ég fæ frítt í strætó með því að sýna kortið, er það ekki pottþétt?
A: Júhú, jafnpottþétt og tala djöfulsins er 666! Og hvað, á svo bara að spretta út og kasta sér inn í næsta strætó og bomba kortinu í fésið á bílstjóranum?
B: Ég er nú reyndar öryrki og hef ekki getað hlaupið nér hreyft hægri helming líkama míns í 7 ár. En jú.. ég mun sýna strætóbílstjóranum kortið, vissulega.
A: Óó.. Gvuuð.. ehhhh. Gangi þér þá bara vel. Takk fyrir!
B: Takk.
Ókveðjur, Björg sem var A-aðili samtalsins. B-aðili samtalsins hét þó í engum heimi Sóldís Sigurlaug heldur eitthvað allt annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.8.2007 | 19:57
Dæmigert spjall í ferð lífs okkar.
Í fríhöfninni í Schönefeld. Tvær ungar stúlkar, stútfullar valkvíða gera örvæntingarfulla tilraun til þess að gera upp við sig hvort fjárfesta skuli í tveimur vodkaflöskum á spottprís.
Vala: Eigum við að taka þennan díl?
Björg: Hvaða díl?
Vala: Æi, þetta eru tvær tveggja lítra vodkaflöskur á 15 Evrur..
Björg: Já, jeeeiijjj, endilega. Ég meina við getum blandað það í vatn, sett það í jelly eða staupað bara. Ég er til dæmis afskaplega góð í að búa til vodka-jelly.
Vala: Snilld.. ókei, en nennum við samt að halda á því alla leið?
Björg: Hmm.. hvað heldur þú?
Vala: Ég veit það ekki.. ég meina ég nenni því alveg..
Björg: En ef að ég verð svakalega þreytt, getur þú þá haldið báðum allan tímann..?
Vala: Heyrðu, þú lést mig draga uppstöffaða töskuna þína svona 5 kílómetra í gær svo það ætti eiginlega að vera þú sem héldir á þessu...
Björg: Það var eftir að þú stýrðir Karl Marx Allé göngunni af hitlerskum hætti.... 18 kílómetra langa leið! Svo er líka styttra síðan þú hættir að æfa fótbolta..
Vala: Þetta eru lélegustu rök sem ég hef heyrt..
Björg: Ókei maður, þetta var líka djók.. eigum við þá að kaupa þetta vodkatilboð eða ekki?
Vala: Já, ég meina já, jújú..
Björg: Eða.. æi ég nenni varla að bera mína flösku
Vala: Ekki nenni ég að bera hana.
Björg: Nennirðu að bera þína en ekki mína?
Vala: Já.
Björg: Jéminn eini, eru það nú landráð.
Vala: Bjööörg..
Björg: En.. þú sagðir að ég mætti allt í Krúttugallanum.
Vala: Ókei, þú mátt allt í Krúttugallanum. Hvað eigum við þá að gera við þessar flöskur?
Björg: Eigum við kannski bara að sleppa þessu..?
Vala: Jaaaá.. er það ekki?
Björg: Æi ég veit það ekki, þetta er svo hagkvæmt. Ég meina þetta er svona þrisvar sinnum ódýrara en í ÁTVR.
Vala: En ýtir þetta ekki bara undir ofurölvun?
Björg: Hökkun á Kaffibarnum?
Vala: Ó-fabness?
Björg: Já, og ó-dandy-ness..?
Vala: Óboðna sleiki?
Björg: Fylleríis-samfarir?
Vala: Júúú, eiginlega sko..
Björg: Samræmist ekki alveg nýju mottóunum.
Vala: Og lífsspekinni.
Björg: Segðu.
Vala: Þetta er ekki alveg nógu fab.
Björg: Það er rétt.. en ég meina, eitthvað áfengi þurfum við samt að drekka.
Vala: Góður punktur.
Björg: Hvað eigum við að gera.. ohh ég þoli ekki hvað ég er haldin hrikalegum valkvíða.
Vala: Jéminn eini já. Ég ætlaði að segja það.
Björg: Ókei, eigum við að úllendúllendoffa?
Vala: Nei, gerum frekar steinn-skæri-blað.
Björg: Æi, ohh ég er svo óheppin í því. Þú mátt bara ráða.
Vala: Neei, ég vil það ekki.
Björg: Ekki vil ég það.
Vala: Ég hef ekki lengur skoðun á þessu. Rádd þú þessu, áfengis-stýra.
Björg: Ég man ekki hvað við erum að reyna að ákveða..
Vala: Æi förum bara að kaupa Chanel-gloss.
Björg: Ókei, jeijjjj! Heii.. sjáðu, fjórar Baileys flöskur á 10 Evrur..
Í kjölfar þessarar minniháttar ákvörðunar er lesendum nú gerlegt að ímynda sér hversu gríðarlegur process það var að taka ákvarðanir sem skiptu einhverju máli fyrir ferðina eða höfðu eitthvað um framtíðina að segja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.8.2007 | 19:42
Hliðar-sjálfið Malta Kano skrifar frá Baden-Baden fangelsinu...
Við stóðum tvær á brautarpallinum. Ein í krúttgalla og rauðum skóm. Hin í sumarkjól með bera leggi. Prag blasti við í hillingum. Sýnina truflaði þó 10 evra seðillinn í vasa mínum. Kallaði á mig biðjandi. Þráði að láta skipta sér út fyrir nýja breska Vogue sem hann hafði séð í ritfangabúðinni á lestarstöðinni. Ég brást honum ekki og varð við kallinu. Hljóp af stað þrátt fyrir að stutt væri í að lestin kæmi. Stelpan í krúttgallanum skildi fullkomlega og vissi jafn vel og ég að slíkur kokteill sem nýtt Vogue og unaðsfagur landslag Þýskalands þjótandi framhjá á blússandi lestarhraða yrði seint toppað.
Ég heyrði hana kalla á eftir mér: ''Hlauptu'' !
Þrátt fyrir viðleitni afgreiðslumannsins í ritfangabúðinni náði hann að framkvæma allar hreyfingar á snigilshraða. Ég sá klukkuna bifast í brottfaratíma. Með hið gullslegna nýja Vogue blað tók ég á sprett niður á brautarpallinn á ný. Mér til skelfingar sá ég stelpu í krúttgalla og rauðum skóm troða sér með erfiðismunum inn í einn lestarvagninn niðri á brautarpallinum. Ég kastaði mér niður stigann í einu hendingskasti og horfði á krúttgallann öskra, nú af öllum lífs og sálar kröftum: ''Hlaaaaaaaaauuuptu'' !!
Lestin tók af stað með mig í hangandi eftirdragi. Krúttgallinn, með tárin í augunum, reyndi að tegja sig til mín út um lestarhurðina. Ég rétt náði að grípa andartak í hendina á henni áður en ég sá hendina hverfa með lestinni út úr lestarstöðinni. Eftir stóð stelpa í sumarkjól með bera leggi og eitt Vogue blað undir handleggnum.
Prag farin, áður en hún var nokkurn tíma komin ...
Við tók bið. Bið allra biða. Bið eftir næstu lest. Aleiga mín, mitt elskulega Vogue, reyndi að létta mér biðina. Eftir 5 klukkutíma setu kom loksins ný Prag lest. Ég kastaði mér inn í hana af þeirri örvæntingar-gleði sem biðin ýtir manni út í. Ég yes-aði í hljóði og hlakkaði til að finna landamæri Tékklands nálgast mig með hverri lestarmínútunni.
Lestin læddist af stað.
Þegar nokkuð var liðið á ferðina sé ég útundan mér trukkalegan Þjóðverja, íklæddum of-þröngum lestarvarðarbúning þröngva sér niður ganginn og heimta miða og vegabréf frá farþegum. Ég leitaði í litlu handtöskunni minni að miðanum mínum og vegabréfi og uppgötvaði mér til skelfingar að Krúttgalla-Björg hafði haldið á hvoru tveggja þegar ég hljóp af stað í hina örlagaríku Vogue-ferð. Mér til enn meiri skelfingar uppgötvaði ég að allt reiðfé mitt hafði farið í kaup á sushi, sleikjó og öðru smádrasli í leiðindarbiðinni á lestarstöðinni.
Ég bölvaði stöffaða sushi-inu í maganum á mér og dró upp mitt eina haldreipi: debet-kort.
Það er skemmst frá því að segja að kortið mitt virkaði ekki í litlu posa-vélina í allt of stóru og klunnalegum höndum lestarvarðarins. Grimm á svip rétti hún fram hendina og hreytti í mig frekjulega:
''Cash.''
Ég setti upp puppy-eyes og reyndi með englaröddu að útskýra vandræði mín:
''A girl in a cutie-outfit took my ticket to Prague...!
Vörturnar á kinnum lestarvarðar-skinkunnar skulfu er hún hrópaði: '
'Money or you go out, NOW''!
Ég bætti í puppy-augun:
''Please, miss train-woman, I have to go to Prague.''
Hvolpa-augun virtust bara reiða hana fremur en mýkja.
Show me your passport hrækti trukkurinn í mig af öskrandi vonsku.
Þarna læddist að mér sá grunur að ég væri komin í veruleg vandræði og það eina sem ég gat svarað var virðulegt:
Fokk ...
Styrkri hendi þreif aflitaði trukkurinn í mig og ætlaði að rífa mig með sér. Ég klemmdi fingurnar um handskemilinn og öskraði. Allur vagninn var byrjaður að fylgjast með andartukt á undarleg viðskipti stelpunnar í kjólnum og stykkjaða-lestarvarðarins. Ég sá í augum þeirra allra að enginn hafði trú á sigri berleggjuðu stelpunnar. Ég fylltist krafti þeirra nánast-glötuðu og náði að rífa mig lausa. Ég greip Vogue blaðið, barði því harkalega í lestar-trukkinn og hljóp af örvæntingu niður lestarganginn.
...
Baden-Baden fangelsið stendur á landamærum Tékklands og Þýskalands. Dvel ég þar nú, allslausari en nokkru sinni, enda var Vogue blaðið rifið af mér þegar lestarlöggurnar með varðhundana rifu upp hurðina á lestarklósettinu sem ég hafði læst mig inn á. Lestartrukkurinn heldur því fram að ég hafi barið sig. Ég sagði hins vegar yfirheyrslu löggunum sem satt var; Hún rakst í Vogue-blaðið mitt.
Ég heiti ekki lengur Vala heldur Malta Kano. Malta heldur kúlinu í fangelsinu annað en Vala. Vala eyddi einu hringingunni sinni í fangelsinu til Krúttgalla-Bjargar. Krúttgalla-Björg var að tana í Prag og hafði ekki tíma til að barma sér yfir óförum Völu/Möltu í Baden Baden fangelsinu. Þá grét Vala. Malta ætlar hins vegar að stinga rýtingnum sínum í Krúttgallann þegar hún losnar héðan.
Ef hún losnar héðan.
Ef ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2007 | 22:41
4 dagar
- 4 dagar í að ég þambi þýskan bjór og lendi í þvoglumæltum rökræðum um lífið.
- 4 dagar í að ég öskri ''stykki'' af öllum lífs og sálar kröftum í hvert sinn sem ég sé bifandi spikpelsa bærast.
- 4 dagar í að ég leiti af berlínskum hottíum til að bæta á listann sem er full-leyfilegt að belgja sig út eins og hann vill hvað sem hver segir !
- 4 dagar í að ég svolgri í mig vodka í vatn til að öðlast kjark til að tattúvera yfir allt bak mitt vinalegt andlit Góða dátans Sveijk.
- 4 dagar í að ég vakni skelþunn og íhuga alvarlega hvort líf mitt verði einhvern tíma samt aftur er ég horfi framan í risastórt Sveijk andlit þegar ég horfi á bak mitt í speglinum.
- 4 dagar í að ég horfi á berlínskar löggur bera Björgu á brott eftir að hún hafi gerst of nærgöngul við persónulegustu staði hins eina sanna Berlínarbjörns.
- 4 dagar í að ég öskri með hástemmdum Þjóðverjum Goethe ljóð í ölbríma út í þýskt náttmyrkur.
- 4 dagar í að ég dæsi af andadukt: ''Þetta er lífið !'' þegar ég horfi upp í þýska sól og svolgra í mig dreggjar sumartansins.
- 4 dagar í að ég horfi á Björgu eiga fótum sínum fjör að launa eftir að hafa gerst full æst í viðleitni sinni til að sannfæra þýska bullu um að heimurinn sé femínisti.
- 4 dagar í að við náum að framkvæma uppreisn á berlínskum skemmtistað eftir að hafa sannfært alla kvenkyns gesti staðarins að ástin sé: ''Yfirhöndin eða dauði !''
- 4 dagar í að Berlín verði aldrei söm aftur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.7.2007 | 10:36
Jómfrúarfærsla
..mér líður eins og ég sé að missa meydóminn í annað sinn. Ég er svo spennt að gleðin frussast um æðar mínar. Hálsbrotin í hádeginu hefur skyndilega enga þýðingu. Loksins, loksins hefur líf mitt öðlast einhvern dass af tilgangi.
Þú spyrð: "Veistu hvað þetta mun þýða?"
Ég svara: "Já. Ég veit það."
Og ég veit að við vitum það bæði. Og við skiljum það bæði að þetta er upphafið á endanum. Og að ekkert verður eins og það var.
.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)