15.8.2007 | 22:41
4 dagar
- 4 dagar í að ég þambi þýskan bjór og lendi í þvoglumæltum rökræðum um lífið.
- 4 dagar í að ég öskri ''stykki'' af öllum lífs og sálar kröftum í hvert sinn sem ég sé bifandi spikpelsa bærast.
- 4 dagar í að ég leiti af berlínskum hottíum til að bæta á listann sem er full-leyfilegt að belgja sig út eins og hann vill hvað sem hver segir !
- 4 dagar í að ég svolgri í mig vodka í vatn til að öðlast kjark til að tattúvera yfir allt bak mitt vinalegt andlit Góða dátans Sveijk.
- 4 dagar í að ég vakni skelþunn og íhuga alvarlega hvort líf mitt verði einhvern tíma samt aftur er ég horfi framan í risastórt Sveijk andlit þegar ég horfi á bak mitt í speglinum.
- 4 dagar í að ég horfi á berlínskar löggur bera Björgu á brott eftir að hún hafi gerst of nærgöngul við persónulegustu staði hins eina sanna Berlínarbjörns.
- 4 dagar í að ég öskri með hástemmdum Þjóðverjum Goethe ljóð í ölbríma út í þýskt náttmyrkur.
- 4 dagar í að ég dæsi af andadukt: ''Þetta er lífið !'' þegar ég horfi upp í þýska sól og svolgra í mig dreggjar sumartansins.
- 4 dagar í að ég horfi á Björgu eiga fótum sínum fjör að launa eftir að hafa gerst full æst í viðleitni sinni til að sannfæra þýska bullu um að heimurinn sé femínisti.
- 4 dagar í að við náum að framkvæma uppreisn á berlínskum skemmtistað eftir að hafa sannfært alla kvenkyns gesti staðarins að ástin sé: ''Yfirhöndin eða dauði !''
- 4 dagar í að Berlín verði aldrei söm aftur...
Athugasemdir
Takk fyrir addið
Þorvaldur Gylfason (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 23:27
Vá þessi bomba og þetta líf. Elska þetta.
Kveðja frá foreldrum fullum viðbjóðs!
Björg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 09:42
Yfirhöndin, takk. Annars langar mig að þakka ykkur fyrir að kynna mér fyrir Appelsínustelpunni! ohhhhhh
Til lukku með nýtt upphaf í bloggheiminum... ég mun fylgjast spennt með!
Lucky you!!
Ykkar einlæg Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 19:03
Mega nett hjá ykkur dömur, ég mun eflaust verða daglegur gestur hjá ykkur.
Góða skemmtun í Berlín...
Margrét Rós (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 20:45
vá hef ekki séð svona hip og kúl síðu lengi..
.. skemmtið ykkur vel í Berlín heitu píur - það virkar óeðslega vel að segja:
"Ich habe eine kugelschreibar"
ef þið viljið mixa í einhverjum þjóðverjum. Þetta er svona code til að komast inn í allar huggulegu klíkurnar þarna.
kv. Mrs Bauer
Þórunn Þórarins (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 16:14
Haha, nýr vettvangur fyrir kommentastríð. Vúhú. Vonandi eruð þið fab í Berlín. Sjálf er ég búin að húka í kringum Berlínarbjörninn síðan þið fóruð og græt með ekka af söknuði.
Dagný Ósk Aradóttir, 21.8.2007 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.