Dæmigert spjall í ferð lífs okkar.

Í fríhöfninni í Schönefeld. Tvær ungar stúlkar, stútfullar valkvíða gera örvæntingarfulla tilraun til þess að gera upp við sig hvort fjárfesta skuli í tveimur vodkaflöskum á spottprís.

Vala: Eigum við að taka þennan díl? 

Björg: Hvaða díl?
 

Vala: Æi, þetta eru tvær tveggja lítra vodkaflöskur á 15 Evrur..
 

Björg: Já, jeeeiijjj, endilega. Ég meina við getum blandað það í vatn, sett það í jelly eða staupað bara. Ég er til dæmis afskaplega góð í að búa til vodka-jelly.
 

Vala: Snilld.. ókei, en nennum við samt að halda á því alla leið?
 

Björg: Hmm.. hvað heldur þú?
 

Vala: Ég veit það ekki.. ég meina ég nenni því alveg..
 

Björg: En ef að ég verð svakalega þreytt, getur þú þá haldið báðum allan tímann..?
 

Vala: Heyrðu, þú lést mig draga uppstöffaða töskuna þína svona 5 kílómetra í gær svo það ætti eiginlega að vera þú sem héldir á þessu...
 

Björg: Það var eftir að þú stýrðir Karl Marx Allé göngunni af hitlerskum hætti.... 18 kílómetra langa leið! Svo er líka styttra síðan þú hættir að æfa fótbolta..
 

Vala: Þetta eru lélegustu rök sem ég hef heyrt..
 

Björg: Ókei maður, þetta var líka djók.. eigum við þá að kaupa þetta vodkatilboð eða ekki?
 

Vala: Já, ég meina já, jújú..
 

Björg: Eða.. æi ég nenni varla að bera mína flösku
 

Vala: Ekki nenni ég að bera hana.
 

Björg: Nennirðu að bera þína en ekki mína?
 

Vala: Já.
 

Björg: Jéminn eini, eru það nú landráð.
 

Vala: Bjööörg..
 

Björg: En.. þú sagðir að ég mætti allt í Krúttugallanum.
 

Vala: Ókei, þú mátt allt í Krúttugallanum. Hvað eigum við þá að gera við þessar flöskur?
 

Björg: Eigum við kannski bara að sleppa þessu..?
 

Vala: Jaaaá.. er það ekki?
 

Björg: Æi ég veit það ekki, þetta er svo hagkvæmt. Ég meina þetta er svona þrisvar sinnum ódýrara en í ÁTVR.
 

Vala: En ýtir þetta ekki bara undir ofurölvun?
 

Björg: Hökkun á Kaffibarnum?
 

Vala: Ó-fabness?
 

Björg: Já, og ó-dandy-ness..?
 

Vala: Óboðna sleiki?
 

Björg: Fylleríis-samfarir?
 

Vala: Júúú, eiginlega sko..
 

Björg: Samræmist ekki alveg nýju mottóunum.
 

Vala: Og lífsspekinni.
 

Björg: Segðu.
 

Vala: Þetta er ekki alveg nógu fab.
 

Björg: Það er rétt.. en ég meina, eitthvað áfengi þurfum við samt að drekka.
 

Vala: Góður punktur.
 

Björg: Hvað eigum við að gera.. ohh ég þoli ekki hvað ég er haldin hrikalegum valkvíða.
 

Vala: Jéminn eini já. Ég ætlaði að segja það. 
 

Björg: Ókei, eigum við að úllendúllendoffa?
 

Vala: Nei, gerum frekar steinn-skæri-blað.
 

Björg: Æi, ohh ég er svo óheppin í því. Þú mátt bara ráða.
 

Vala: Neei, ég vil það ekki. 
 

Björg: Ekki vil ég það. 
 

Vala: Ég hef ekki lengur skoðun á þessu. Rádd þú þessu, áfengis-stýra.
 

Björg: Ég man ekki hvað við erum að reyna að ákveða..
 

Vala: Æi förum bara að kaupa Chanel-gloss.
 

Björg: Ókei, jeijjjj! Heii.. sjáðu, fjórar Bailey’s flöskur á 10 Evrur.. 
 

Í kjölfar þessarar minniháttar ákvörðunar er lesendum nú gerlegt að ímynda sér hversu gríðarlegur process það var að taka ákvarðanir sem skiptu einhverju máli fyrir ferðina eða höfðu eitthvað um framtíðina að segja.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó, bravó !

Ljóðið hitti mig í hjartastað ...

-Feyk nú burt á fab vindi-

Tær snilld.

Malta Kano (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 09:20

2 identicon

ohhhh látiði mig þekkja valkvíða... ég held að það sé í raun smitsjúkdómur sem hrjáir einungis fólk á aldrinum 19-30 ára, þessi tiltekni sjúkdómur smitast á leifturhraða og enn hefur engin lækning fundist. Ég held að ég hafi smitast u.þ.b. 30x....

Margrét Rós (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 17:37

3 identicon

Ég hefði frekar leitað af góðu hvítvíni og borið það.

Máson (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 15:04

4 identicon

Gaman að heyra í þér elsku Marrí Marr. Við verðum að stofna svona hóp "Elskum Valkvíðann-hópurinn"... ekki?

Og Másson, ég hélt að þú værir meira í Banana-Breezerunum, alltaf á lookouti fyrir góðum díl á þeim.. hahaha

Björg (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband