1.9.2007 | 18:49
Þegar vandræðaleikanum linnir ekkert
A: Góðan og blessaðan daginn!
B: Daginn..
A: Hvað get ég nú gert fyrir þig á þessum dýrðar Drottins degi?
B: Ég er komin til þess að ná í strætókortið mitt, Sóldís Sigurlaug..
A: Heyrðu já, sjálfsagt! Gætirðu fundið nafnið þitt í þessari möppu og kvittað fyrir móttökunni? Þú ert í S-inu þínu er það ekki? Allavega í S-inu í möppunni, Sóldís..
B: Hehhh.. já einmitt. Ég fæ frítt í strætó með því að sýna kortið, er það ekki pottþétt?
A: Júhú, jafnpottþétt og tala djöfulsins er 666! Og hvað, á svo bara að spretta út og kasta sér inn í næsta strætó og bomba kortinu í fésið á bílstjóranum?
B: Ég er nú reyndar öryrki og hef ekki getað hlaupið nér hreyft hægri helming líkama míns í 7 ár. En jú.. ég mun sýna strætóbílstjóranum kortið, vissulega.
A: Óó.. Gvuuð.. ehhhh. Gangi þér þá bara vel. Takk fyrir!
B: Takk.
Ókveðjur, Björg sem var A-aðili samtalsins. B-aðili samtalsins hét þó í engum heimi Sóldís Sigurlaug heldur eitthvað allt annað.
Athugasemdir
Æji...ég hefði roðnað og blánað til Keflavíkur í þínum sporum.. samt, þetta er eitthvað sem hendir besta fólk. No sweat sugar!
Soffa (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 23:01
HAHAHAHAHAHA!!
Björg...tími...strikið manstu? EKki í Köben heldur í heimi siðferðis og tíma...
Alma Joensen, 3.9.2007 kl. 15:22
Á meðan samtal A og B fór fram starði ónefndur nýnemi í gólfið til að einbeita sé að því að hlæja ekki...
Vinkona systur (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.