Fab & Dandy listi Valbjargar fyrir veturinn

Þessi listur var samsettur af Völu og Björgu í flugvélinni frá Berlín. Hann er einungis til yfirlits og áminningar fyrir komandi átök nú í vetur. Við höfum sem sagt sett saman magnað kerfi þar sem hægt er að skora bæði fab og dandy stig, eitt eða mörg eða bæði, einstök atvik gætu þurft að fara í nefndi. En hér eru aðeins dæmi um atriði og gjörðir sem gefa fab&dandy stig. Tölurnar til vinstri gefa til kynna hversu mörg stig skorast. Gerið svo vel.

1 - Fara í leikhús.
1 - Horfa á kvikmynd sem er ekki dæmigerð klisju Hollywood-mynd.
1 - Elska Berlínar-Birni.
1 - Lesa bók sem heitir ekki The Secret eða Da Vinco Code.
1 - Fara á kaffihús, helst lesa blöð þar.
2 - Elda fyrir vini og/eða vandamenn.
2 - Skála í rauðvíni/hvítvíni/kampavíni.
1 - Vera í fab-dressi.
2 - Komast á gott lífstrúnó/spjall.
1 - Hafa vel rökstuddar stjórnmálahugsanir.
1 - Kunna öll lögin í Sound of Music.
1 - Halda Sangria-partý.
1 - Ferja demanta frá Prag.
1 - Stöffa í sig fab stuffi.
1 - Hafa vel rökstuddar lífsskoðanir.
1 - Lífsspeki, hugsjón.
2 - Komast fab&dandy út úr laugardagskvöldi.
2 - Hafa góðar hugmyndir á takteinum.
1 - Vera til í flipp.
1 - Skipuleggja fab eða dandy dagskrá fyrir dag eða kvöld.
1 - Dandy hreyfing á borð við blak, frisbee eða eitthvað slíkt.
1 - Ferð á bókasafni.
1 - Fara í fab-luncha í hádeginu.
1 - Fylgjast með fréttum.
2 - Hafa alltaf yfirhöndina. Yfirhönd eða dauði.
1 - Hafa yfir að ráða góðum orðaforða í tali og á riti.
1 - Lesa ljóð.
1 - Hlusta á klassíska tónlist.
1 - Hafa sjálfstraust.
2 - Hafa lífsþrá og lífsgleði.
1 - Elska listina.
1 - Fara á tónleika.
1 - Sækja í hvers kyns listaviðburði og atburði.
1 - Vera fab femmi.
1 - Vera í rauðum og/eða hvítum fötum.
2 - Vera ó-passó/passíf.
2 - Vera Bóheim.
3 - Hafa IT-ið.
1 - Hafa húmor fyrir sjálfum sér.
1 - Láta ekkert slá sig út af laginu.
1 - Eiga eða vera í krútt-galla.
1 - Vera með slaufur í outfitti.

Þetta var fab&dandy listi vetrarins. Vonandi kemur hann sér vel á súrum og sjúskuðum síðkvöldum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vantar ekki á listann "...að fara í sleik við sitt eigið kyn eða börn fædd árið 1990 eða seinna"?

Fyndni gaurinn (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 20:09

2 identicon

ég ætla prenta þennan lista út og hengja hann á ísskápinn!

Margrét Rós (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 07:27

3 identicon

Hér úti get ég verið fab&dandy að öllu leyti nema einu!
Ég ætlaði að vera ultrafab og skeita á longboardi um skólalóðina en vandamálið er fólksmergð sem aftrar manni frá slíkum kúnstum.
Ég er mikið að spá í að stelast út á kvöldin og skeita til að æfa mig því það er sko ekki dandy að spreyta sig hérna í dagsbirtunni, það myndi varpa skugga á mig, as miss platin.

Góðar stundir
Ear-na eins og kaninn kallar mig

Erna (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband