11.9.2007 | 23:41
Beibí krúllu öskur !
Fab-stigin halast inn:
1 stig - Berlínar-pluss
1 stig - Fab femme fatale fundir
1 stig - Settlega stöffað skítugt hár
1 stig - Nóbelsverðlaunahafar á Bergstaðastrætinu
1 stig - Iðnó upplestrar
1 stig - Kastalar úr feminista-post-it-miðum
1 stig - Sagnfræðispeki frá Móður Jörð
1 stig - Bleikir sokkar í lakkskóm
1 stig- Dúskur á krútthaus
1 stig - Plön næstu daga ...
O.s.frv. o.s.frv.
Held það verði jafn unaðslegt um helgina og þessa góðu helgi:
Athugasemdir
Lýsist upp mín líðan
lofsverð Bjargarblíðan
ann þér ætíð síðan
orti ég þér fyrst.
Þú ert enn sú eina
enda vil ég meina
að þó viljir þú því leyna
þráirðu að vera kysst.
Þorvaldur Gylfason (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 12:39
Þorvaldur, þú ert suddi
mikill og grófur ruddi.
Að þér komi til hugar
að ég vilji mig við þig kenna!
Það jafnfjarrænt er og bókabrenna,
dýr í dýflissu að renna
og það í vatnsstríð út að nenna.
Við þig vil ei kannast
og mun það eflaust sannast
er ég sker af þér liminn
og grýti upp í gráan himinn.
Stúlkan sem sér ekki fyrir sólinni (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 13:06
Velkomin í hópinn. Minn er heiðurinn að vera bloggvinur þinn.
kv. Bergur Thorberg
Bergur Thorberg, 12.9.2007 kl. 13:20
Stórglæsileg mynd af þér Björg, skemmtilegur svipurinn á þér, og einstaklega áhugavert skiltið þarna fyrir aftan þig!
Soffía (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 18:09
Hahahha Gallerí Dvergur! Frááábært!
Fríða (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 10:14
Afskaplega þykir mér þessi mynd falleg.
Útópía við Gallerí Dverg á Grundó í sumar, glimmerpuffs.
Móðir jörð (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.