13.9.2007 | 12:24
Óboðin skinka og hamingjuóskir til hins nýja penna Krúttanna.
Ég hefði getað gengið bókstaflega af göflunum í gær þegar ég hafði
kastast veg óvirðingar og suddaskaps til enda. Mig langaði mest af
öllu aðleyfa vasahnífnum að útkljá málið og láta útúrstöffaðan aðila
kveðja hið jarðneska líf að eilífu eða um stundarsakir. Um
stundarsakir, þegar betur er að gáð.
Ég datt í bakarí í gærmorgun, já það gerði ég. Uppfull af gleði hins
nýja dags, full umhugsunarefna og hugmynda sem gætu komið sér vel
fyrir fortíð, nútíð og framtíð mína. Slanga kætinnar hringaði sig um
kropp minn og ég var í einu og öllu í essinu mínu.
"Já, ég ætla að fá eitt sólkjarnarúnstykki með smjöri og osti takk og
eina ííííískalda kókómjólk."
"Yes.. one moment . with butter and cheese yes?"
"Yes, yes, thank you. Very nice and excellent indeed."
Mmm-mmm-mmm hugsaði ég er ég kastaði mér inn í bíllinn, kastaði
rúnnstykkinu upp úr bréfpokanum og kastaði plastinu af
kókómjólkurrörinu. Tók gúllsopa og vænan bita. Mér til ómældrar
óhamingju hafði SKINKUSNEIÐ læðst inn á milli rúnstykkisins, eða þér
að segja í raun hálft svínslæri því það var engin venjuleg þykkt á
þessari. Eins gott að ég er ekki múslimi því þá hefði hin unga
bakaríisstúlka ekki séð sólina á ný.
Nú er ég ekki prímadonna, legg mér flestallt til munns en það fer samt
óstjórnlega í taugarnar á mér þegar fólk í kringum mig finnur sig
knúið til þess að troða óboðnum og hnausþykkum skinkusneiðum í matinn minn.
Dagurinn var jú góður, fyrirheitin mörg svo ég lét þennan pirring
lönd og leið því ég veit að jákvæðni er lykillinn að lífinu.
Lönd og leið eru samt ekki þau orð eða tilfinningar sem ég upplifði þegar ég las orð hins rómaða penna Vefritsins, Valgerðar Halldórsdóttur. Valgerður þessi kveðst áhugasöm um Krúttin og skrifaði þeim til heiðurs (og vonandi okkur öllum) grein um Blackle. Undursamlega samsett grein sett saman af undursamlega samsettri stúlku. Til hamingju heimur.
kastast veg óvirðingar og suddaskaps til enda. Mig langaði mest af
öllu að
stundarsakir, þegar betur er að gáð.
Ég datt í bakarí í gærmorgun, já það gerði ég. Uppfull af gleði hins
nýja dags, full umhugsunarefna og hugmynda sem gætu komið sér vel
fyrir fortíð, nútíð og framtíð mína. Slanga kætinnar hringaði sig um
kropp minn og ég var í einu og öllu í essinu mínu.
"Já, ég ætla að fá eitt sólkjarnarúnstykki með smjöri og osti takk og
eina ííííískalda kókómjólk."
"Yes.. one moment . with butter and cheese yes?"
"Yes, yes, thank you. Very nice and excellent indeed."
Mmm-mmm-mmm hugsaði ég er ég kastaði mér inn í bíllinn, kastaði
rúnnstykkinu upp úr bréfpokanum og kastaði plastinu af
kókómjólkurrörinu. Tók gúllsopa og vænan bita. Mér til ómældrar
óhamingju hafði SKINKUSNEIÐ læðst inn á milli rúnstykkisins, eða þér
að segja í raun hálft svínslæri því það var engin venjuleg þykkt á
þessari. Eins gott að ég er ekki múslimi því þá hefði hin unga
bakaríisstúlka ekki séð sólina á ný.
Nú er ég
óstjórnlega í taugarnar á mér þegar fólk í kringum mig finnur sig
knúið til þess að troða óboðnum og hnausþykkum skinkusneiðum í matinn minn.
Dagurinn var jú góður, fyrirheitin mörg svo ég lét þennan pirring
lönd og leið því ég veit að jákvæðni er lykillinn að lífinu.
Lönd og leið eru samt ekki þau orð eða tilfinningar sem ég upplifði þegar ég las orð hins rómaða penna Vefritsins, Valgerðar Halldórsdóttur. Valgerður þessi kveðst áhugasöm um Krúttin og skrifaði þeim til heiðurs (og vonandi okkur öllum) grein um Blackle. Undursamlega samsett grein sett saman af undursamlega samsettri stúlku. Til hamingju heimur.
Athugasemdir
Þú ert svo dásamleg Björg ..
.. vil hrósa ungfrú Valgerði fyrir afbragðs góðan pistil.
Héðan í frá mun ég aðeins nota blackle þegar ég tengist alnetinu ..
Þórunn Þórarins (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 19:02
Jesssss.... við elskum þig Þórunn!
Valbjörg (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.