Hjarta mitt færðu óskipt viljirðu taka við því

Birtist hann úr svölu suðri,
eldur hjartans hvergi upp fuðri.
Hetjan með leðurhattinn svarta,
hetjan með ávala, lifaða barta.

Rautt er hans ólgandi blóð,
rautt jafn rauð og hin vinstri slóð.
Nú leggur mat á lífsins fát,
hans hugur verður hvergi mát.

Geysist á fákinum hetjan fríð,
geysist um hjarta mitt, öndin er tíð.
Hetjan bjarta með hugsjón sterka,
með hugsjón svo sterka að töfrar á verka.

Fræðir um Afríku, Kóreu og Kína,
bætir svo við sitthvað um skoðun sína.
Hagvöxtur, menntun, viðskipti og þekking
Allt sem vissi ég áður var blekking.  

---

Hjarta mitt er sem í ógnarklefa,
fast í þéttu mynstri sem hetjan er að vefa.
Aðdáun, undrum, hvergi átti orð,
lífið breyttist skyndilega í máttugt taflborð.

Ef skákborðið var lífið var ég saklaust peð,
og teflarinn var hetjan sem tefldi mig með.
Hetjan hafði stjórnina og hagkvæmni þekkingu á,
talaði um framfarir og hagvísa, svo á honum sá.

Löndum fer fjölgandi sagði hetjan fríð,
en fer heimur batnandi, ennþá geysa stríð.
Hvernig viltu lifa, hvert viltu halda?
Inn í sólarlag með þér takirðu hönd mína kalda.

Um það er eigi að villast, hetjan á minn huga,
virðinguna mína óskipta og það mig er að buga.
Sé ég þig aftur, á ég einhverja von?
Hetjan sem mig dreymir í kvöld verður Þorvaldur Gylfason.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef sálufélagar eru til þá eru það þú og ÞG.

Sirrý (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 11:27

2 identicon

Hahahahaha..

Heyrðu Sirrý, ertu að reyna að láta ræna hjólinu þínu? Það er ennþá hérna fyrir utan. Ólæst.....

Björg (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 14:40

3 identicon

Það er leðurhatturinn sem sexar hann upp. Leðurhattar virðast hafa þessi áhrif á ungar og óharðnaðar stúlkur.

Stígur Helgason (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 21:48

4 identicon

Án efa, Stígur. Leðurhatturinn sexar hann upp.... Mjög gott!

Björg (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 18:30

5 identicon

Hahahahah Þorvaldur Gylfa er bara one of a kind, hvar væri háskólinn án hans...Ég mæli með að þú sendir honum leynilegt aðdáanda bréf, splæsir jafnvel ljóðinu með...:)

Gugga (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband