7.10.2007 | 14:03
Fab Four Fulli Klúbburinn í afmæli.
Valbjörg hatar ekki partí. Þess vegna var stefnan tekin snemma á að mæta í afmælisveislu Láru Óskar sem var haldið snemmhausts. Þemað var: svart og hvítt og hattar slash höfuðfat. Í partíinu var margt um manninn: einn bölvaður andfeministi sem undirrituð lenti í heiftarlegu debati við, nokkrir blaðamenn úrkula vonar, dass af fabi, frítt bús í bölum og annað áhugavert. Þóra Halldóra lagðist á sveif með Valbjörgu og ákváðum við í sameiningu að gefa afmælisbarninu í tilefni dagsins, áfangans og lífs í heild ljósmyndabók David La Chapelle.
Eins og svipur afmælisbarnsins gaf til kynna var enginn möguleiki að sjá hvað henni fannst um gjöfina. Einhver þóttist sjá votta fyrir vonbrigðum þegar svartklæddur maður reif af bókinni plastið og gerði þar með ómögulegt að skipta henni. Önnur þóttist heyra "jesssss" frá afmælisbarninu. Hvort sem það var þá hefur D&G kjóll Láru Óskar svona svipuð áhrif út í samfélagið og krúttgallinn minn. Í honum leyfist allt.
Ljósmyndarinn og fellow fab member, Þóra Halldóra er hér til hægri. Samkvæmt öruggum heimildum kastaði hún sér á spöngina og eyrnalokkana í tilefni áfanga Láru og í tilefni þema kvöldsins. (Upprifjun: þemað var: svart, hvítt og hattar slash höfuðfat). Ég veit ekki hvernig hún þekkir stúlkuna til vinstri en með hliðsjón af líkamsstellingum hafa þær þekkst í áraraðir. Eða þá að Bakkus hefur tekið völd og bundið þær órjúfanlegum böndum. Hvort sem það er, eru þær fab.
Hér má segja að andfeministinn sé holdi klæddur. Í essinu sínu. Ég hefði ekki grátið lengi ef eldurinn hefði brennt skoðanir hans upp til grunna. Þær skoðanir voru meðal annarra að konum færi betur að sjá um heimili heldur en að vinna úti og ættu ekkert erindi í efstu stöður fyrirtækja. Einhver dró mig frá honum þegar ég var farin að öskra jafnréttishugmyndir mínar út í teitið og þakka ég þeim hér með.
Andfeministinn í miðju hözzzzli. Svona eftir á að hyggja var hann ágætur, var einungis að reyna að espa mig upp. Gekk ágætlega hjá honum.
Hér er Valbjörg. Einhver tróð þessari kórónu á mig, hún er megasweet. Alltaf stutt í flipp&glens þrátt fyrir uppespanir andfeminista, nokkrar byltur á trampói staðarins og ansi marga fría drykki. Hata það ekki. Jess.
Viðauki 1: Þóra tók þessar myndir sem ég rændi samviskulaust af síðu hennar.
Athugasemdir
Hahahaha, þú hatar ekki andfemínistana!
Hversu mikill tími og orka haldið þið samt að fari í það að reyna að halda uppi samræðum við andfemínista?? Seriously...er búin að fá nóg. NÓG SEGI ÉG!.
Alma Joensen, 7.10.2007 kl. 20:13
"Einhver dró mig frá honum þegar ég var farin að öskra jafnréttishugmyndir mínar út í teitið og þakka ég þeim hér með. "
haha þú ert með fleiri LÍN-u-verði á snærum þínum en þú heldur!
Alma Joensen, 7.10.2007 kl. 20:14
Hvar ertu Björg? Þú misstir af megafab kvöldi í gær, við Alma tókum góða upphitun á hausthátíðina.
Dagný Ósk Aradóttir, 7.10.2007 kl. 20:21
Hvernig verður með sleikmál á Oktoberfest? Verður það bara spilað eftir hendinni eða á ég að skrá mig einhvers staðar?
doddi (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 21:56
Ég er búin að liggja undir skinnfeld og hugsa um lífið. Komin að nokkurs konar niðurstöðu og hún er ekki af verri endanum get ég sagt ykkur, kæru skrifstofustarfsmenn! Loksins er ég farin að vinna með áruna og karmað sem hefur verið að þvælast fyrir mér svo lengi. Ó, svo lengi!
OG Doddi, sleikpotturinn verður að sjálfsögðu á sínum stað á Októberfest. Ég hef tekið að mér skráningu og þú ert kominn í pottinn. Hatar það ekki!
Björg (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 23:41
hey fæ ég ekki einhvern papparazzi pening fyrir að hafa náði mynd af manninum sem gerði þig reiðari en andskotinn Björg??
Þóra (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.