14.10.2007 | 16:40
Okt-Ó-Ber-Fest.
Það var sem sagt Októberfest í síðustu viku og ég lenti í ýmsu. "Niður með mæðraveldið" var öskrað samhliða bjórdósum sem fengu að fljúga í höfuð mitt. "Hlaupum yfir öll borðin í tjaldinu" sagði Helga Björg við mig og bætti við "Lifi PÚKAFJÉLAGIÐ". Tryllt fabstig fyrir það Helga Björg! Drulla, drullusvað, leðjuslagur og leðjuslagurinn eru fjögur orð sem einkenna ástandið á föstudagskvöld. "Mig langar svo í slag" heyrði ég einn gæslumanninn segja. Ég bauðst til að hjálpa honum að pikka upp einn fæt. Hér ætla ég þó að láta staðar numið úr ferð gegnum mitt æði gloppótta minni og rekja þessheldur söguþráðinn með hjálp skemmtilegra mynda sem ég tók.
Kafli 1: Vala eða Sessó með hottí
Hann til hægri kvaðst vera mikill friðarsinni eða "peace-lover". Vala greip speki hans og lífssýn á lofti og fóru þau að ræða hugmyndir Stóumanna og lífið allt. Þegar ég kom við sögu voru þau á kafi í hugmyndum 17. aldar-fræðinga frá Líbanon um samyrkjubúskap og áætlanagerð.
Djammdúfan Sessó (Zezzó) var ekki lengi að kasta sér á þennan. Meðal spurninga sem hún lét dynja á saklausum manninum voru: af hverju hataðiru mig í grunnskóla? hvað finnst þér um nýju borgarstjórnina? finnst þér Björn Ingi ekki koma illa út úr þessu? hver heldur þú að sé tilgangur lífsins? Hann svaraði þessu ölllu á stórkostlega politically correct máta.
Þessi bjórkrús tók einn lítra af áfengi. Þessi líkami til vinstri tók svona einn sinnum tuttugu lítra af áfengi. Það eru eilíf fabstig á það, Vala!
Kafli 2: Fólk sem var að gera fáránlega góða hluti í 1500 fermetra tjaldinu
Þessar eru í Röskvu. Þessar eru fab. Þetta eru Kolla og Beggó. Ég get pimpað þær ef áhugi er til staðar báðum megin. Þessar voru með drykkjulæti og áhugaverð skemmtiatriði í tjaldinu. Þessar eiga hrós skilið fyrir að vera nettar.
Hér gefur að líta dálítið góða yfirlitsmynd yfir tjaldsvæðið. Lítill fugl hvíslaði því að mér að skemmtanaleyfið hafi einungis verið fyrir 600 manns. Minni fugl hvíslaði því að mér að þarna inni hafi verið 10.000 manns. Ég veit ekki hvað er hæft í hverju fyrir utan það að fólk var að meeeeta Festivalið.
Ég bauð þessum í sleik. Hann neitaði og sagðist heita Jón Ragnar Jónsson. Alnafni vinar míns sagði ég þá. Hann sagði já og gaf mér fimmu. Ég spurði hvort ég mætti bomba af honum einni mynd. Hann sagði já, þú ert krútt Björg og stillti sér upp.
Þessi hér. Yngvi og Ása. Ása og Yngvi. Hljómar eins og eitthvað par úr lestrarkennslubók í 1. bekk. Ása tók léttan bekkjadans við stórfelld fagnaðarlæti tjaldgesta enda fáir sem hata Ása-dansana. Af svip Yngva að dæma var hann þó einn þeirra sem hata Ása-dansana. Hví? gætu einhverjir spurt sig.
Eva litla var viljug að kasta sér upp á bekk og borð fyrir mig. Þakkir á hún skuldlausar inni fyrir það. Hún hefur áður kastað sér á hluti. Þar með taldar manneskjur (mig) í Hallgeirsey. Það er samt önnur saga sem verður síðar sögð.
Kafli 3: Systrakrútt
Krútt. Hvolpar. Hvolpar og krútt. Krútt og hvolpar. Lítil blóm. Grænt gras. Blómlegur regnbogi. Hamingja og barnaafmæli. Systurnar Jóna Dögg og Tinna Þórðarsdætur eru án efa krútt kvöldsins. Sjáiði þessi krúúúúttttttt?
Kafli 4: gaurar sem ég reyndi að pikka upp fæt við, finnst sætir eða eru hamingjusamlega vígðir inn í stórfjölskyldu mína. Tada.
Það sem mér finnst trylltasta við þessa mynd er andsetna armbandið sem Arnar (þessi í gyllt-gula-jakkanum) ber á hægri hönd. Er þetta skylmingarþrælaarmband?
Þetta sjarmör tilheyrir flokknum "að vera hamingjusamlega vígður inn í stórfjölskylduna". Ásamt því auðvitað að vera sætur. Þetta er hann Kári sem er í hamingjusömu tveggja manna ástarsambandi með móðursystur minni, Stefaníu Scheving Thorsteinsson. Ég er viss um að þessi mynd væri tuttugu sinnum krúttlegri ef að Steffí væri með honum. Án hennar er hann samt viðbjóðslega krúttlegur og fær fabstig fyrir það!
Kafli 5: Sá besti. Andsetna Double-deitið. Það þarf ekki fleiri orð um þessa syrpu önnur en þessi: ANDSETNA DOUBLE-DEITIÐ.
P.S. Ef einhver veit hvað brúnklæddi sjarmörinn númer tvö frá hægri heitir má sá hinn sami endilega setja nafn hans í komment. Takk. Takk fyrir mig.
Viðauki 1
Óspect kvöldsins: Erling Daði Emilsson fyrir að hafa haldið Sirrý á 4-tíma-trúnói í tjaldinu. Sverðköttur gefur ó-fab-stig fyrir svoleiðis athæfi. Spect kvöldsins fær þá að vonum Kristófer Gunnlaugsson sem sendi Erlingi nokkur sms og sagði honum að drullast af þessu fokking trúnói!
Lifið heil, Björg Magnúsdóttir.
Athugasemdir
Stelpan sem við hentum ofaní leðjuna, þarna á borði: 3 sæti: 15, hún hringdi í mig áðan og sagðist ætla að kæra okkur fyrir að eyðileggja kvöldið fyrir sér. Hún var búin að ákveða að reyna við kennarann sinn, en hann fýlaði ekki svona dirtý stelpur...Greyið hún... Hún þurfti líða að fara uppá slysó að láta sjúga leðju úr eyrunum á sér........Greyið hún... Hún þurfti líka að fara heim að skipta um föt....Greyið hún á heima í Bolungarvík....Hún þurfti líka að útskýra fyrir afa sínum að hún hafi virkilega ekki skitið upp á bak...Bara 2 stelpur í Púkafélaginu hafi hrint henni í leðjuna....Greyið hún og afi hennar...
Björg......LIFI PÚKAFÉLAGIÐ
Helga Björg (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 22:24
hæ björrrrg
ohh þú ert svo mikið yndi, takk fyrir krúlluverlaunin:) hlakka til að fara á eitt stykki gott stjórnóskrall með þér , hver veit kannski hoppum við í kælinn í 10 11 og leitum að pönnsum eða bara hrindum saklausu fólki í drullu :) hahhah þú og helga voruð bíó
viva la revolution
xoxox
kiss kiss
djónes (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 22:55
Helga, þú dreeeeeeeeeeepur mig! Þetta var það fyndnasta sem ég hef lesið í dag. Ó men.
Djónes, koma svo, förum að taka okkur á í flippinu. Heimta gott djamm fyrir áramót.
Björg (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 23:39
Já ég þakka líka fyrir krúlluverðlaunin Björg mín:) Maður verður að þakka fyrir sig eins og systa til að vera ekki minni krúlla hehe....Annars já rosalega gaman að koma á októberfest....mitt fyrsta skipti af mörgum vonandi!
Tiny (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 00:48
Takk Björg fyrir þennan dásamlega póst.
Fékk októberfest í æð!
Margrét Rós (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 11:33
Ég held þú ættir að skrifa greinaflokk um dobbúldeit. Þetta andsetna er klárlega mjög gott en einnig var gott pótentíal í grúbbunni á pizza company áðan. "It was a dolphin", mjög gott.
Og já, ég er sammála því sem þú sagðir í bílnum áðan. Höfum uppi á honum, hver veit, seinna meir gæti þetta þróast út í dobbúldeit.
Dagný Ósk Aradóttir, 15.10.2007 kl. 23:37
Gaman að fá innsýn inn í íslenska hversdagsleikann... Frásögnin einkar "vivid"
Einu sinni var ég að tala við alnafna minn á Laugaveginum og Óttar var fyrir aftan hann. Óttar gaf mér merki um að setja upp hendurnar sem ég og gerði. Þá kom hann í offorsi og létt höggið dynja á lófa mínum. Alnafninn hélt náttúrulega að hér væri um alvöru árás að ræða svo hann hljóp á eftir Óttari... Held að það hafi sannað það að alnafnar standa alltaf saman...
Takk fyrir mig
Jón Ragnar
JR (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 02:10
Þið systur áttuð þessi verðlaun auðvitað skuldlaust inni svo: please enjoy! Jee.
Gott að geta glatt þig Margrét mín, ég er nú sérleg áhugakona um einmitt það.
Já, Dagný, sammála, sammála. Förum eitthvað að diggast í kringum þetta.
Gaman að fá þitt innlegg í umræðuna Jón. Skemmtileg saga líka. Stay fab í Boston.
Bjögga (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 09:48
Shit hvað það var fyndið þegar Jón Ragnar var tekinn Jón Ragnar. Mjög fyndið.
Hjalti Axel Yngvason (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 22:52
Ljúfar myndir lífið gleðja
jafnt sem lekker frásagnir.
Mun pretzel ykkar (p)hungur seðja.
Pant fá meiri djammfregnir.
Íslandssnót er erlendis (ofstuðlun ég veit)
oktoberfestinni fjarri.
Drekk ég dreggjar ofeldis,
án dætranna er ég verri.
Fregnir eru fjölmargar.
Fabið veldur mér andvöku,
söknuður í sárið sargar.
Senn líður að hrekkjavöku...
...og pæliði í hvað Bandaríkin geta gert mann ófeminískan, ég er að fara að panta mér einn svona:
http://www.yandy.com/Shopping/products/category_19.asp
Hillary biður að heilsa,
ykkar Erna
Erna Sólbrennda (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 04:36
Vá! Takk fyrir ljóðið Erna. Hlökkum til að sjá þig beibí.
BM (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.