Sverðuppboð vikunnar !

Sverðuppboð vikunnar er ekki af verri endanum. Í boði er forláta flauelsjakki með meiri sögu en bíllinn hans KS ( ... að vísu hætt við að færri hafi afmeyjast í jakkanum en í hinum fræga bíl ) ! Hver blettur í jakkanum hefur skemmtilega sögu að segja. Bríserinn sem helltist niður á Felix. Salsasósublettir eftir næturstopp í úthverfissjoppunni "Á stöðinni." Æluflekkur eftir hellaða busann á verslóballinu o.s.frv. o.s.frv. Jakkinn hentar einkar vel við ljósar strípur, flegna boli og leitandi sjálfsmynd ... !



Ekki láta þennan úr hendi þér sleppa. Verður sleginn hæstbjóðanda !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel geeeert!

Allavega sjöogfimm á stykkið. Hefði samt verið til í að sjá þessa sjálfsmyndarleitandi í jakkanum forðum, en er svo sem ekki að biðja neitt um það.

Bjögga (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 21:54

2 identicon

Ég er til í átta enda sýnist mér þetta vera eðalgripur.

Sverrir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 22:23

3 identicon

Þessi Sverrir fær ekki samfarajakkann. Ég skal láta afmeyja mig í honum.

Níuogníu!

Svandís Sól (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 23:51

4 Smámynd: Alma Joensen

"ljósar strípur, flegna boli og leitandi sjálfsmynd!"

Halló!!! Kallar hann á MIG eða þúst!!!?!?! Þú ættir eiginlega bara að GEFA mér hann, obviously belongs to me baby ;) ;) ;) knúúúúúús

Alma Joensen, 24.10.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband