26.10.2007 | 00:00
Sverð-vinur vikunnar.
Þann ó-vafasama titil: Sverð-vinur vikunnar hlýtur ungur piltur að nafni Kári. Titilinn á hann skuldlausan sem og forverar hans en Kári setti það ekki fyrir sig að kasta sér á mölétinn samfarasófa í ónefndri byggingu háskólasvæðisins, þegar Sverðköttur viðraði þá hugmynd við hann.
Viðmót Kára var í alla staði einkar hlýlegt og aðstandendur Sverðkattar voru sammála um að drengurinn væri ofboðslega elskanlegur. Og yndislegur. Og að sjálfsögðu hot.
Að launum verður Kári staupaður upp næst þegar Sverðköttur hittir hann á barnum. Ég veit hann hatar það ekki.
E.S. hæ fæf á manneskjuna sem veit í hvaða byggingu þessi mynd er tekin.
E.E.S. ég vil persónulega mæla með þessu hér.
Platónsk ást og friðarúthellingar, B.
Athugasemdir
Þetta mun vera í VR II, enda hvergi jafn fallegar gólfflísar og þar. Kýs nú drykkinn fram yfir fævið samt.
Dagný Ósk Aradóttir, 26.10.2007 kl. 12:42
ég hef að sjálfsögðu ekki grænan hvar þessi mynd er tekin en trúi Dagnýju.
Björg. Getur stelpa ekki verið sverð-vinur vikunnar? Eða er þetta ný-móðins stráka pin-up dálkur? Ef ekki þá gef ég hér með kost á mér í næstu viku þar sem að ég er búin að lengja ferðna mína (sem þýðir fleiri klukkustundir með þér mín kæra...).
Hvenær ætlum við að dettaíða saman? ég er geim þegar þú ert geim!
Vala: þú ert snillingur! og ég elska Andra Snæ... vildi óska að ég gæti lent með honum á trúnó í einhverju fab matarboði, þú mættir svo sannarlega mæta líka.
Margrét Rós (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 16:34
Skil það vel foringi. Þar sem ég hæfæfa þig nú á hverjum morgni..
Björg (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 16:50
bíddu bíddu bíddu...af hverju er ég að missa? Samfarasófi! Þetta er eitthvað nýtt og fresshhh....gamanaðissu.
Kári er einkarhott piltur, en slæmu fréttirnar fyrir single og fab að hann á líka einkarhott ástmeyju ;)
Ég er farin að hlusta á Britney bitch...mér finnst Britney skemmtileg.
Erna (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 15:00
Síðasti sverðvinur á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Ég hlakka til þess sem bíður mín.
Kári Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.