3.11.2007 | 13:21
Ömurlegur uppvakningur.
Það var einhvern veginn ekkert sérstakt að læsa sig úti í þessu einum fata:
Plús reyndar bleikum flís-slopp og breskum "slippers" á borð við þessa:
Fjölskylda mín var þegar farin til vinnu og ég sem sagt læsti mig úti berleggjuð á náttkjól og slippers í frosti einn morgun vikunnar. Hrökklaðist um götuna í leit að húsaskjóli og leið eins og foreldrum Jesúbarnsins forðum daga þegar kom að því að María skildi verða léttari en kom alls staðar að luktum dyrum.
Það var fyrir náð og miskunn góðrar gamallar konu í Hafnarfirðinum að ég fraus ekki til dauða langt fyrir aldur fram. En hún var sem miskunnsami samverji nútímans holdi klæddur og skaut skjólhúsi yfir mig. Talaði rólega til mín, spilaði Frúna í Hamborg við mig af lífi og sál, gaf mér heitt kakó og kleinur og leyfði mér að hringja í mömmu sem fór þegar í stað að plana aðgerðir til þess að koma mér inn áður en hjarta mitt spryngi af ömurleika. Ég komst inn í hús mitt eftir dúk og disk, í andlegu hakki full líkamlegri vanlíðan.
Í kjölfarið vil ég útnefna speki dagsins þessa:
MUNIÐ EFTIR LYKLUM!
Athugasemdir
já, ég er einmitt snillingur í að læsa mig úti. Ákvað einu sinni að skilja EINU lyklana að Havnealle eftir í Hamburg.... Það var ekki vinsælt...
Sé ég þig í kveld mín kæra?
Margrét Rós (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 16:11
Jább. HLAKKA TIL.
Bjögga Magg (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 16:22
hahaha HA? hvaða indælis gamla kona var þetta?
Soffa (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.