24.12.2007 | 17:01
Sverðköttur sendir:
1) Fleygar jólakattakveðjur yfir höfin sjö til allra þeirra sem telja sig eiga þær skilið eða vilja veita þeim viðtöku.
2) Fleytifulla sverðgáma þakklætis fyrir fjölmargar góðar jafnt sem glæsilegar stundir á árinu. Sérstakt þakklæti til þeirra sem kunna að meta eldvörpuna, klassískar bókmenntir, vandlega skreytta og unna katta-konfektmola og lífstrúnó.
3) Afsökunarbeiðni til þeirra sem við höfum misþyrmt andlega, líkamlega, ritlega eða sálarlega, móðgað eða hraunað yfir á árinu sem nú er að líða. Ég veit að í þennan flokk falla eflaust flestir af sverðflokkunum öllum - en þannig er það nú bara stundum.
4) Hugheilar samúðarkveðjur til þeirra sem falla í flokk 3. Ég vona innilega að þið hafið þegar jafnað ykkur eða munið jafna ykkur sem fyrst með þreki og styrk sem hátíð ljóss og friðar færir ykkur.
Með sverð-aðari jólakattarkveðju, hafið það ofsalega náðugt hvar sem þið eruð stödd!
2) Fleytifulla sverðgáma þakklætis fyrir fjölmargar góðar jafnt sem glæsilegar stundir á árinu. Sérstakt þakklæti til þeirra sem kunna að meta eldvörpuna, klassískar bókmenntir, vandlega skreytta og unna katta-konfektmola og lífstrúnó.
3) Afsökunarbeiðni til þeirra sem við höfum misþyrmt andlega, líkamlega, ritlega eða sálarlega, móðgað eða hraunað yfir á árinu sem nú er að líða. Ég veit að í þennan flokk falla eflaust flestir af sverðflokkunum öllum - en þannig er það nú bara stundum.
4) Hugheilar samúðarkveðjur til þeirra sem falla í flokk 3. Ég vona innilega að þið hafið þegar jafnað ykkur eða munið jafna ykkur sem fyrst með þreki og styrk sem hátíð ljóss og friðar færir ykkur.
Með sverð-aðari jólakattarkveðju, hafið það ofsalega náðugt hvar sem þið eruð stödd!
Athugasemdir
Gleðileg jól sömuleiðis! Ætli ég falli ekki í alla flokkana, mér sýnist það barasta.
Dagný (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.