Þríhliða samband. Ástin - Susan - ég.

Susan: Don't you want to find love, know love, and above all: fall in love?
Me: Uuu..Yes.. I guess. Some day at least.
Susan: Then do this with me.
Me: Can you explain to me once again what exactly will we do?

Þetta var tveggja kvenna samtal sem gripið var niður í. Ég veit ekki hvernig er best að segja þessa sögu á skiljanlegan máta og þessvegna var byrjunin handahófskennd. Og framhaldið verður það reyndar einnig. Sagan er sumsé um þríhliða samskipti mín, ástarinnar og Susan sem er tarot- og hornkerling samfélagsins bandaríska. Hún segist vinna á Guðs vegum og hefur aðstöðu á 2. hæð í stræti nokkru í Washington D.C.

Susan: Your love card was on the left to the death card an that means your love life is cursed. It has spell on it.
Me: Really? What kind of spell?
Susan: A terrible curse - you are doomed to be alone. But we can break this spell together.
Me: What are you talking about? And how on earth are we exactly going to do that?

Ég var í góðu yfirlæti að splæsa í mig massífri medium steiktri steik og gæða rauðvíni. Á borði mínu sat samferðarfólk stjórnmálafræðireisunnar ásamt kennaranum og einni félagsfræðistúdínu. Verður einhverjum úr hópnum litið útum gluggann. Og yfir götuna sem var breiðari en þær gerast í Reykjavík. Og upp á aðra hæð í gluggann þar sem fjólu-bleik-blátt blikkskilti blikkaði og blikkaði. Það blikkaði: Susan - tarot reading - blikk- Susan - tarot reading - blikk - Susan - tarot reading - blikk - Susan - tarot reading - er þetta orðið þreytandi?

Susan: So tell me about yourself?
Me: Uhh.. I am really fond of life and have big dreams and lots of ideas.
Susan: How do you sleep at night?
Me: Pretty much like a stone - you know that is a saying in Iceland. I actually love sleeping.
Susan: You have a really good heart. You will write books. You will be in New York. You will help lots and lots of people. Are you good at science?
Me: Can't say that, no.

Tarotið byrjaði mjög vel og ég var um það bil að fá staðfestingu á því að lífið væri gott. Þangað til reiðarslagið dundi yfir og Susan transaðist upp á no time. Ósköpin áttu sér stað þegar ástarspilið mitt lenti við hliðina á dauðaspilinu sem er í tarotbransanum hrein hörmung. Myrkrið hertók augu hennar, hún froðufelldi léttilega, andrúmsloftið varð hægt að skera jafnauðveldlega og steikina fyrr um kvöldið, það kólnaði hættulega og Susan rausaði endalaust um álög sem lægju á mér. Sem gerðu það að verkum að ég yrði alltaf ein. Kaótískur og kaldur gustur kastaði sér upp bakið á mér.

Susan: Men just want to use you.
Me: What?
Susan: They just want to use your body and you don't understand why because you have a good heart.
Me: Do you mean I drive men away with my personality?
Susan: Yes. They simply can not love you and you can not love them. Have you ever been married?
Me: No.
Susan: I see lots of tears in love.. there was a white woman with black hair who put this curse on you.
Me: Really?
Susan: But there is a way I can break this.

Susan bjó yfir mætti til þess að eyða þessum ófremdarálögum sem einhver afdönkuð steik hafði læst mig í, í æsku. Þetta var það sem ég vildi heyra. Og þurfti að heyra. (Þótt ég viðurkenni það ekki á daglegum basis þá vil ég nefnilega ekki enda ein um allan aldur og eilíflega.) Og þá kom að því: Susan went mental:

We will go tonight to St. John's Episcopal Church and break the spell. You will pay me forehand 400 $. First we need a few chemicals and a few drops of your blood from your left arm: we will mix it together in the church's graveyard and light 300 candles in circles around us. 100 red: which is the colour love, 100 white: which is the colour of purity and 100 blue: which represent the power of will and mind. We light them all up around us, I say a special prayer, you drink the mixture and together we break the spell which will free you forever from lifelong loneliness. Together we can bloc this curse and bring you happiness forever. If you will not do this you will never be truly happy.

Me: !! What.. I am a bit lost here. Do we need all this?
Susan: If you want to find true happiness. Do you?
Me: Yes, of course I do but I really think this is a bit extreme. How much time does it take and you know 400$ is a lot of money..
Susan: I will give you half price.
Me: Why on earth would you do that?
Susan: Listen, do you want to be alone forever?
Me: No.. but...
Susan: Then you do this, you will never worry about this money in the future and I will lift this terrible curse. I really want to help you. See you happy. Blossom.
Me: Uhh.. this is kind of weird..
Susan: It is your happiness we are talking about, don't forget.

Þarna var ég orðin feikilega rugluð og Susan hafði náð anda mínum á eitthvert undarlegasta stig sem ég hef farið á. Ég var að detta í ástandið: mental með henni og nánast byrjuð að veifa seðlabunkanum framan í hana. Þangað til ég heyri í Ástríði, samferðakonu minni, sem var í næsta bás, hjá næstu spákonu segja undarlega hátt en undarlega skýrt: Listen, tarot reader. You can dream of me paying you 500$ to prevent that my mother will be killed by some phsycho this year. I am obviously a lot more clever than you think, thank you very much!

Þarna var sem hugur minn skoppaði aftur inn í veruleikann og eina sem ég fékk mig til að segja var: Thank you very much Susan - but think I will skip the ceremony this time...





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð saga sem fékk mig til að froðufella af hlátri.. Björg nenniru að senda mér svona sögur reglulega á maili? ég held að ég þurfi á þeim að halda í leiðindunum sem eru framundan... plíiiiiiiiiiiiiiis


ég hlæ enn að sundbuxnasögunni af þér og Kára

Sirrý (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 19:23

2 identicon

Mjög góð saga, ég vil fá fleiri svona sögur á bloggið....mig grunar nefnilega að það sé af nógu að taka úr þessari ferð. Þú og Ástríður hafið örugglega gert ýmislegt sem mætti draga fram í dagsljósið...

Tóta (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 01:49

3 identicon

Nei! Komst upp um ástarbölvunina sem ég lagði á þig....grrrrrr. Ég ákvað að fyrst að ég fengi ekki að njóta ástar fengir þú það ALDREI. Múhahahahahahahahahaha....'Otrúlegt hvað er hægt að gera með smávegis af músaskít, einum smokk og augnhári úr þér....

Beggó (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband