Sverðvinur vikunnar!

Hann hatar hvorki Carlsberg í dollu né banana-breezer. Ekki skeytir hann skapi út í tapaðan þúsundkall í pókerspili á Players né fermingarstúlkur sem neita að spjalla við hann á Hvebbanum. Að eigin sögn er hann yfirvegaður mjög. Rólyndur. Og frekar sjarmerandi. Stofnmeðlimur í Refsarafélaginu (hvað svo sem það þýðir),  fylgjandi femínistum þegar hann er inntur eftir því og handhafi rúna* sem eru gjöf frá guðsyni sínum um leið og þær representa hans innri karakter.

Sverðvinur vikunnar er jafnframt Vöku-vinur vikunnar (þrátt fyrir þó að sitja í hlutlausri stjórn félags stjórnmálafræðinema). Enginn annar en Jóhann Már Helgason:

Joe1
 

 Jóhann Már eða Máson eins og pilturinn kallar sig jafnan kastaði sér í deild Sverðvina með Pétri Markan og Kára Sig er hann gerðist lærimeistari minn í hinum göfuga leik, póker. Hvatti mig til þess að jafna kynjakvótann í spilinu. Rissaði upp fyrir mig helstu reglur, talaði rólega til mín, hélt í hönd mína í fyrsta spilinu og sýndi þolinmæði sem ég vissi vart að fyrirfinndist í heimi þessum. Hæ-fæfum drenginn fyrir það.

*Ef vel er að gáð má sjá rúnirnar um háls Jóhanns en á myndinni er hann augljóslega í góðu glensi í illa trylltu partíi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný Ósk Aradóttir

Hahahaha

Dagný Ósk Aradóttir, 20.11.2007 kl. 21:11

2 Smámynd: Helga Lára Haarde

Já kappinn hatar ekki Carlsberginn :) Fleiri myndir af CAPS LOCK og fleiri Vökuvinum í mjög svo illa trylltu partýi er að finna á http://vaka.hi.is/

Vökukveðjur ;)

Helga Lára Haarde, 21.11.2007 kl. 00:19

3 Smámynd: Valbjörg

Já, takk kærlega fyrir þetta Helga - einstaklega skemmtilegar myndir af ykkur myndarlegu Vökuliðum.

Það lítur út fyrir að þak hússins hafi bókstaflega verið að springa af vegna gleði og kátínu!  

Valbjörg, 21.11.2007 kl. 12:07

4 Smámynd: Alma Joensen

jahá þetta kallar maður sko trylling!! 

Alma Joensen, 21.11.2007 kl. 12:19

5 identicon

Ég held að þú vitir vel hverju Refsaranefndin stendur fyrir Bjölla mín og hve merking hennar er! Minnir einnig sterklega að þú hafir fallist á að gerast meðlimur. Anwway, þá þakka ég hlý orð í minn garð og mun láta í ferliskránna mína að ég hafi verið sverðvinur vikunnar :)

 Kv. Jóhann M.

Jói (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 16:41

6 identicon

PS. Gleymdi að koma því á framfæri að það var ég sem fattaði upp á nafninu Bjöllan! Er það ekki megafab eins og þið mynduð orða það !?!

Kv. Jói

Jói (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 16:44

7 Smámynd: Valbjörg

Jæja, ágætt að Sverðvinur vikuna hyggur ekki á málaferli, það hefði getað orðið leiðinlegt.

Reyndar veður þú í villu, ágæti Jói, þar sem þú átt nú ekki heiðurinn af "Bjöllu-nafninu." Ég skil raunar ekki hvernig þú nennir að þræta um þetta við mig. Ég held það þurfi meira að segja sér færslu um þá manneskju sem á Bjöllu-nafnið og aðdragandann að því.

Valbjörg, 21.11.2007 kl. 20:17

8 identicon

 Bíddu bíddu bíddu, er eitthvað skilyrði ða vera "karlkyns" til að vera sverðvinur vikunnar? (Nenni ekki að skoða til baka til að tékka á því þannig að þetta er bara spurning ekki reiðispurning).

Steben (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 20:26

9 identicon

Nei, nei, nei Stebba mín, alls ekki. Kvenmenn geta einnig verið Sverðvinir vikunnar. Það hefur nú samt hitt þannig á hingað til að allir Sverðvinir vikunnar eru karlkyns..

B (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband