Þráhyggja dagsins: tunguklofningur

Sverðköttur leitar nú ljósum logum að manneskju sem er til í að gangast undir einn slíkan (þ.e. tunguklofning) og leyfa okkur að fylgjast með framkvæmdinni og ljósmynda í bak og fyrir. Herlegheitin verða greidd af SwordCat corp. sem og kvillar sem af þeim kunna að stafa.

 En "first things first" einsog Bretinn myndi segja. Hvað er tunguklofningur? Jú, þetta:

400px-Tongue-split

Og þetta:

tongue_split

Og hvers vegna ættir þú að skella þér á einn slíkan? Tók ég mér það bessaleyfi að þýða nokkrar staðreyndir um tunguklof sem kunna að vega talsvert á vogarskálar ákvarðanatöku.

1)Tunguklof heppnast í 35% tilvika einstaklega vel.
2) Aðgerðin er bönnuð samkvæmt lögum fjölmargra landa (en hver er ekki til í smá underground-fikt?)
3)Tunguklof geta aukið mjög á unað sleiks, sérlega þegar aðili hefur náð að aðskilja hreyfingar beggja tunguhluta- og getur þannig með hreyft hvorn hluta sjálfstætt.
4)Snákar eru merkilegar skepnur sem gaman væri að líkjast meira.

Reikna með að staðreynd 3-4 fái marga til að hugsa líf sitt frá grunni og slást í ófyrirsjáanlega ferð með Sverðketti sem mun breyta framtíðar-möguleikum og framtíðar-kossum. Ef þú ert áhugasöm/samur um tunguklof, vilt frekari upplýsingar, eða einfaldlega skella þér í þessa "body-modification" máttu endilega vera í sambandi.

Þakkir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

ótrulegt en satt, en karlmenn eru farnir að gera þetta við "Félagann".

ekki fyrir viðkvæma

Bara Steini, 26.11.2007 kl. 10:42

2 identicon

Þetta er það vibjóðlsegasta sem ég hef séð í langan tíma...

Margrét Rós (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:35

3 Smámynd: Alma Joensen

Bókin Slöngur og eyrnalokkar eftir hitomi kanehara fjallar einmitt um tunguklofninga!! hún er fab fab fab!

Alma Joensen, 3.12.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband