Á krossgötum

Þegar refurinn Tími kastar sér fljótt,
neitar að stöðva og hleypur undra skjótt.
Þarf að grípa í skott hans og staldra aðeins við,
hvað hefur gerst og hverju vil ég leggja lið?

Í árin nokkur hefur æskan átt minn hug,
eilífir leikir fangað bæði þor og dug.
En nú stend ég á krossgötum, mínum eigin vegamótum,
við hlið mér stendur lífið á fáki fráum og skjótum.

Það er sem einmitt nú sé eitthvað farið að tifa,
er það guðsins góða klukka sem segir mér að lifa?
Þroskast um helming, hætta öllu rugli,
leggja niður glasaköst svo ég endi ei á Bugli?

Lífið er að kalla á mig, ætlarðu að koma með?
Líður eins smákrútti eða á skákborðnu peð.
Tími mótunar og undirbúnings er að renna sitt langa skeið,
þrútna nostalgíu skapar og að hluta verð ég leið.

- - -

En að halda eilíft í æskuna er engin raunsæ lending.
Endalaus leikur við Pétur Pan er heldur ólukkuleg hending.
Þess vegna ber þroskann að hafa að höfuðbragði,
hlaupa út og faðma það stjörnuryk sem að lagði.
Aldrei, aldrei þó mun ég öllu flippi gleyma,
það er hrein vitfirra þótt skó þroskans sé á mig að reima.

Því aðeins í þeim, þessum þroskaskóm bestu,
kemst ég í lífsins byrjunarlið og fer að skora mörkin mestu.
Bomba í eilífðar-knöttinn af miklum styrk og festu,
hala inn eftirstóttum stigum og útrýma leikmönnum verstu.

Ég er samt ekki komin inná,
þó með upphitun vissulega vinni'á.
En það er eitthvað mikið sé að gerast:
ég er um það bil í leikinn að skerast.

Ef ég er um það bil í lífsins leik að skerast,
kallar það á taugatrekkt og ótt mínar æðar berast.
En hugur minn verður sterkur,
og því útrýmt sem heitir verkur.

Ef báran sýnist þung og tilveran illa lætur,
læt ég ekkert stöðva mig heldur hef á fabinu nánar gætur.
Því ef fabið er við höndina verður sigurinn ógnarsætur,
þú ferð að tilbiðja tilveruna og hafa á dögum þínum mætur.

Miklar eru hugmyndir og sýnist hverjum sitt,
engum blöðum þarf þó að fletta um að þetta ár verður mitt.
                                                                           


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

**klapp - klapp - klapp**

 Hvenær ætlar sverðköttur að vera með ljóðaupplestur..??

...

með ást í

kv. þórunn

Þórunn Þórarins (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Dagný Ósk Aradóttir

"leggja niður glasaköst svo ég endi ei á Bugli?"

 Epískt, ekkert nema epískt!

Dagný Ósk Aradóttir, 10.1.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband