Og nú ætla ég að segja eina sögu


Hornið þykir með tilvaldari stöðum til snæðings í Reykjavík í dag. Af þeirri ástæðu eingöngu lagði ég leið mína þangað síðastliðið laugardagskvöld. Samferðakonur voru þær SRÍ og DÍS en sú síðarnefnda fagnaði nýlega fertugsafmæli svo þetta var létt fagn-ferð henni einni til heiðurs. Ójá.

Gúrmei-ið lét sig ekki vanta og þjónustustúlkan, sem var þó líklega mætt á jómfrúarvaktina, kastaði gósenlandi til okkar í formi matseðils. Þó þurftum við þrjár að deila einum, þar sem staðurinn var þétt setinn og ófá augu sem renndu hýrt um matarkombó og kaloríusamsetningar. Mögulega er hægt að útskýra þann sprengilega þéttleika með fyrstu setningu sögunnar (Hornið þykir með tilvaldari stöðum til snæðings í Reykjavík í dag).

Nú. Ekki leið á löngu þar til kvenda-tríóið, ég, DÍS og SRÍ, höfðum ákveðið okkur. Tómatsúpa. Gráðostabuff. Hálfmáni. Í réttri röð. Og ein flaska af rauðvíni hússins í bastflösku, takk. Og kók læt fyrir SRÍ af því að hún er enn svo þunn. Takk, takk.

Ókei. Adam var ekki lengi í Paradís en Adam í þessari sögu myndi vera holdgervingur okkar þriggja og Paradís væri þá, tada: Hornið. Því á þessum tímapunkti hringir sími SRÍ. Á skjánum stendur: REI! Það sem ég og DÍS heyrum er nota bene einungis helmingur samtalsins, annað væri óeðlilegt. Í réttri röð:

-Hæ.
-Ómægot, hvar ertu?
-Uuuu.. ég var eiginlega að panta mér mat á Horninu með stelpunum.
-Nei ég kem.
-Já ég er viss, bíddu þar.
-Bæ.

Og þar með var SRÍ rokin út í óvissuna og eftir sat ég með DÍS en fés hennar hafði umbreyst á einu andartaki í eitt stórt og stabílt spurningarmerki. Okkur til mikillar gleði kom rauðvínið í bastflöskunni fljótt svo þar með var vandræðaleiki og small-talk úr sögunni. Við sendum þó kók lætið til baka þar sem SRÍ var ekki á staðnum. Og það kann enginn að meta goslaust kók læt.

Núehh. Eftir um það bil 10 mínútur kemur SRÍ aftur með REI í fanginu en REI er þá 4. manneskjan í sögunni. REI settist við hliðina á mér og talaði um hvað hann langaði aftur á Piccadilly Ciiiiiiiircus með mér. Og á sushi-staðinn í Soho. Og reyndi að endurlífga gamlar glæður. Og hélt litla, litla eftirhermu Lil Britain / Office sýningu. Tók meðal annars David Brent, borðinu til ánægju svo hlátrasköllin bombuðu sér um litla sal Hornsins.




Þá stendur samt eftir stór spurning. (?). Hei, REI, hvað varstu að gera þarna? Ekki segja nei, REI. Varstu að ná í hey, REI? (Allar þessar spurningar eru tilbúningur og stílbragð höfundar því öllum var ljóst hvað REI var að gera þarna).

REI þurfti að safna kröftum, byrgja sig upp af H20, hafa samskipti við aðra en Bakkus og læra aðeins á lífið áður en hann gæti hjólað aftur í djammið af alefli. Töku 2 það er að segja. (Allt sem stendur í þessari klausu er lygi).

Þegar undirrituð sá fyrir endann á REI-málinu hafði hún samband við Dóra. Sem er persónulegur vinur REI. Fyrst talaði Dóri um að hafa verið narraður á árshátíð og síðan illa svikinn er REI hvarf skyndilega. En eftir nokkuð rólynt spjall féllst hann þó á að geyma eina tira-misu tertu fyrir REI, er hann léti vaða í töku 2. Á djammið.

Og þetta var bara byrjunin á laugardagskvöldinu mínu..




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á bara ekkert að útskýra hvaða nöfn þetta eru...

JR (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 03:16

2 identicon

Held að ég hafi áttað mig á þessu í flestum dráttum...

Finnst samt að Dóri hefði átt skilið andríkari nafngift.

Hlakka til gestapistla !

Eldheitar snjóbrettakveðjur frá Svíþjóð,

Vala

Valgerður (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 16:48

3 identicon

Jú, hér kemur útskýringin:

SRÍ: Sigríður Mogensen (Sirrý)

DÍS: Svava Dís Guðmundsdóttir

REI: Rúnar Ingi Einarsson

Dóri: Halldór Armand Ásgeirsson

Dulkóðun 303 (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband