!Stóra Símamálið!

Í þessa ferð þarft þú, kæri lesandi, athyglisgáfu. Þig má hvorki syfja né sundla því Stóra Símamálið eins og titillinn vísar í er mál hið flóknasta. Mál sem vatt heldur betur upp á sig og mál sem virtist í fyrstu engan enda ætla að taka. Þetta er saga um það hvernig líf fólks getur tekið stakkaskiptum á einni hringingu. Skólabókardæmi um hvernig rugl leiðir af rugli.

Gerendur:

BJÖLLA

Björg Magnúsdóttir

Þolendur:

GUÐNÝ

Guðný Pétursdóttir              

sveif    

Og Svava Dís Guðmundsdóttir                      

Gerendur og þolendur:

SIRRÝ

Sigríður Mogensen

Einnig viðriðnir:

GUNNIGUNN

Gunnar Gunnarsson, hagfræðinemi (krúttið til hægri)

Föstudagur:

Stóra símamálið hófst, eins og einhver kann að hafa giskað á, með símhringingu. Sími af gsm-gerð hringdi í glæsihýsi Capacent við Sæbraut. Umhverfis pípandi tækið voru góðglöð drykkjulæti stjórnmálafræði- og hagfræðinema Háskóla Íslands í vísindaferð. Á skjánum stóð: "Dísin mín." Eigandi símans var og er: Sigríður Mogensen sem bað æskuvinkonu sína, Björgu Magnúsdóttur að svara þessari hringingu.

VÍSÓ

Sirrý gat ekki svarað sjálf vegna mjög djúpra samræðna við kvenskörunginn á myndinni lengst til vinstri ásamt Guggu. Ekki liggur ljóst fyrir hvað þær voru að ræða.

Ég svaraði Dísinni í síma Sirrýar sem var orðin snarhelluð af áfengisneyslu í HR-teiti. Upp hófst þetta samtal:

SDG: Haííí. Ég er komin!
BM: Ha? Í Capacent?
SDG: Já
BM: Neeeei..
SDG: Jú, ég er að segja þér það
BM: Svava, ég sit við dyrnar, ég held ég myndi sjá þig..
SDG: Bjölla! Ég veit alveg hvar ég er!
BM: Ertu inni í Capacenti?
SDG: JÁ!
BM: Nei, er langt borð með kjúklingaspjótum og Ritz-kexum fyrir framan þig??
SDG: Já!!
BM: Svava, þú ert ekki hérna inni!
SDG: VÍST!
BM: NEI, í Guðanna bænum! Förum báðar út, ókei?
SDG: Já..

Ég geng út og sé þá Svövu Dís ganga út úr glerhúsinu við hliðina á Capacent, hún hafði sum sé droppað inn í vitlausa vísó. Allt í góðu með það, rútan skilaði okkur skakkafallalaust inn á Glaumbar þar sem Símamálið vatt upp á sig. Eftir nokkrar vel valdar dans-dífur og pantanir á barnum kemur Sirrý upp að mér og eftirfarandi orðaskipti áttu sér stað:

SM: Má ég fá símann minn?
BM: Ég er ekki með hann..
SM: Víst, hættu þessu, þú tókst hann inni í Capacent, ég þarf að nota hann
BM: Ég lét þig fá hann fyrir löngu
SM: Nei, það gerðiru ekki, komdu með hann
BM: Jiiii.. ég get svo svarið það, ertu búin að leita í töskunni þinni?
SM: Ég þarf ekki að leita í töskunni minni, ég veit að þú ert með hann. Hvað ertu búin að senda mörgum fyrrverandi sms??
BM: Jésús minn! Ég er ekki með þennan djöfuls síma, leitaðu bara sjálf að honum í töskunni þinni
SM: Björg, þú ert með hann! Komdu með hann. Ég þarf að hringja og fólk þarf að ná í mig!
BM: Er ekki allt í lagi.. Ég gæti ekki verið með hann, er í ermalausum keip og með alltof litla tösku fyrir tvo síma
SM: BJÖRG!! Komdu með hann!
BM: Róóóleg
SM: Ég er ekkert reið, ég vil bara fá símann minn
BM: ÉG ER EKKI MEÐ HANN!!!!
SM: VÍST!!!
BM: Guð minn góður, ég stend ekki í þessu.

Þar við sat þangað til Svava kom til mín og benti mér á hversu mikilvægt væri að finna þennan blessaða síma. Hann hefði sögulegt gildi sem og mikið tilfinningalegt. Minni mitt var æði gloppótt svo illur grunur læddist að mér að ég hefði ef til vill ekki skilað símanum eftir símtalið inni í Capacent. Upp hófst mikið mayhem-ástand - skriðið var undir alla sófa Glaumbars - grátið nokkrum krókódílatárum allt þetta á meðan drykkjum var sturtað í sig og skynvit þar með sljóvguð. Allt kom fyrir ekki, síminn var sem tröllum gefinn.

Ég og Sirrý yrtum ekki á hvora aðra í um það bil hálftíma. Hún kallaði reyndar nokkrum sinnum: "Símaþjófur" og "mér finnst þetta ekki fyndið, Bjölla" og "það er ömurlegur brandari að stela símum fólks." Ég hafði mig ekki í að svara henni, hafði ekkert að segja mér til varnar fyrir utan "ég veit ekkert um þennan síma!"

Stefnan var um síðir tekin á partí í íbúð Skuggagarða en þangað var gengið í tveimur hollum, Sirrý í því fyrra og ég því síðara sökum fyrri andúðar. Þegar ég í mínu holli er á Hverfisgötunni fæ ég undarlega hringingu en á skjá míns síma stendur: "Hagfræði-Guðný".

BM: Nei, sæl og blessuð
"Hagfræði-Guðný": Ekki reyna að sleikja mig upp, þú átt að dingla á Gunna Gé á bjöllunni..
BM: Ha..?
"Hagfræði-Guðný": já við ætlum heim til Gunna
BM: Er þetta Sirrý??
"Hagfræði-Guðný":  Já Bjölla þetta er ég og ég er ekki búin að fyrirgefa þér
BM: Af hverju ertu að hringja úr símanum hennar Guðnýjar?
"Hagfræði-Guðný": Ég þurfti einhvern síma, þar sem þú ert með minn í einhverju svakalegu djóki..
BM: Hahaha.. þú ert rosaleg
"Hagfræði-Guðný": hehehe.... maður verður að bjarga sér!
BM: Og hvað á Guðný að gera?
"Hagfræði-Guðný": hún verður bara að hringja hjá Sessó eða eitthvað.

Partíið hjá Gunna Gé var nokkuð tryllt fyrir utan útlendinga af leiðinlegri týpunni. Bob Dylan var blastað í gegn, Óttar tók fyndnari gerðina af danssporum og Svava dó í sófanum, ég á mynd af henni þannig. Eftir um það bil tveggjatímatrylling fórum við í bæinn.

Laugardagur:

Eitthvað ókunnugt númer hringir og vekur mig. Komst fljótt að því að þetta var Hagfræði-Guðný úr heimasíma sínum.

Hagfræði-Guðný úr heimasímanum: Hæ, hæ, þetta er Guðný Péturs..
BM: hæ..
Hagfræði-Guðný úr heimasímanum: heyrðu, veist þú hvar síminn minn er?
BM: Uuuuhhh.... jaaá, ég held að Sirrý sé með hann. Það var sko þannig að ég týndi hennar og hún tók bara næsta síma til að hringja úr og gleymdi að skila honum.. ehhhh..
Hagfræði-Guðný úr heimasímanum: Hahaaha.. ókei. En veistu nokkuð hvernig ég get náð í hana?
BM: Heyrðu.. já. Hún tók símann hennar Svövu af því að þinn varð batteríislaus í gærkvöldi.. Svövu númer er 6942788..
Hagfræði-Guðný úr heimasímanum: Ókei, æðislegt, ég prófa það
BM: Ókei, heyrumst, bæ
Hagfræði-Guðný úr heimasímanum: Bæbb

Áður en liðnar eru 2 mínútur hringir Sirrý í mig úr Svövu-síma og spyr hvort ég viti hvaða ókunnuga heimanúmer er að reyna að hringja í símann hennar Svövu. Ég segi henni að það sé ekkert að óttast, þetta sé einungis heimasími hagfræði-Guðnýjar að leita að símanum sínum.
Þá kemur smá fát á Sirrý en hún virtist ekki muna hvar hún hafi sett hann en biður mig þó að fletta upp númerinu hjá Gunna Gé á netinu. Ég spyr hana af hverju í ósköpunum og þá segir hún að hún haldi að síminn hennar Guðnýjar sé þar. Eftir stutta leit segi ég henni að númerið sé 6954866.
Hún þakkar pent, skellir á en minnir mig á það að ég þurfi að hringja í Teit rútubílstjóra til þess að tékka hvort síminn hennar hafi gleymst í rútunni.

Í kjölfarið:

Sirrý skokkaði yfir til Gunna Gé, náði í síma hagfræði-Guðnýjar sem kom og náði í hann til Sirrýar. Allt mjög farsælt þar. Krúttlegt.

Mánudagur:

Þegar runninn var upp mánudagur var fjöldi týndra síma sem máttu ekki glatast: 1. Ég hringi þannig í Teit rútubílstjóra og grenja mig inn á óskiladeild fyrirtækisins.

BM: Eeee.. já góðan daginn
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: daginn..
BM: Heyrðu, ég gæti hafa gleymt síma í rútunni hjá ykkur á föstudaginn..
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: hvernig síma?
BM: bara svona bláum síma af gsm-gerðinni..
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: það er einn sími hér frá því í rútu föstudagskvöldsins..
BM: JESSSSSS! Má ég ná í hann í dag?
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: Já, við lokum klukkan 17
BM: Snilld, sé þig á eftir

Þegar þangað var komið hendist ég í offorsi inn á kontór óskiladeildar Teits rútubílstjóra og segist vera símastúlkan (ekki þó hin eina sanna Símastúlka (með stóru S-i), Miss Stebba Ben).
Ákveðin frú hlussast upp af breiðum botninum og hálfgrýtir síðan í mig hálfbronslituðum síma.

BM: Heyrðu.. ég er hrædd um að hér hafi orðið mistök. Átti óskilasíminn ekki að vera blár?
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: þetta er eini óskilasíminn..
BM: en.... ég hélt að hann væri blár..
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: Fyrirgefðu, átt þú þennan síma eða ekki???
BM: Jaahh.. já eða vinkona mín sem komst ekki að ná í hann
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: þetta er eini óskilasíminn.
BM: ertu alveg viss?
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: Lít ég út fyrir að vera eitthvað óviss?
BM: Nei, nei.. heyrðu, þetta er eflaust hann, þakka þér fyrir
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: hnussss!

Ég fór næstum því að grenja á leiðinni út þar sem ég stóð í þeirri trú um að síminn væri blár. Þorði ekki fyrir mitt litla líf að hringja í Sirrý þar sem hún hefði án efa snappað ef ég hefði tilkynnt henni að ég hefði fengið rangan síma úr Óskiladeild Teits rútubilstjóra. Tók þess vegna þá farsælu ákvörðun að hringja í Svövu. Það hringdi. Og hringdi og hringdi. Og hringdi. Því tók ég upp á því að senda henni sms sem var mjög lýsandi fyrir andlegt ástand mitt þá stundina:

"SEGÐU MÉR AÐ DJÖFULSINS SÍMINN SÉ BRONSLITAÐUR"

Það sem ég frétti seinna var að Svava var í tíma, en las þó smsið og fór að spjalla við Sirrý á msn.

SDG: Hæ hæ
SM: hæbb
SDG: heyrðu, hvernig er síminn þinn aftur á litinn? Þessi sem týndist..
SM: AF HVERJU ÞARFTU AÐ VITA ÞAÐ??
SDG: Æææi.. bara ég var bara að hugsa um hann
SM: Svava, ég þekki þig. Hvað er að?
SDG: Ekki neitt, bara að spá..
SM: hann er svona kopar eða svona bronslitaður
SDG: Ókei, snilld!

Svava hringdi í mig að vörmu spori, kætti mig og leiddi mig símleiðis upp á 3. hæð í Odda þar sem Sirrý sat og lærði. Þegar hún sá mig fylltist hún mikilli tortryggni en þegar hún sá það sem ég hélt á ljómaði andlit hennar eins og sólin. Bronsitaði síminn. Svipur hennar hefði ekki getað verið glaðlegri, lund hennar vart geta orðið léttari og svei mér þá hún hafi ekki yngst um svona 4 ár í leiðinni!

Með afhendingu bronslitaða símans lauk Stóra Símamálinu, ég afsaka lengdina á þessu djöfullega máli sem mig langar ekki að endurtaka í þessu lífi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HA HA HA HA HA snilld vá hvað ég hélt mikilli einbeitingu við lesturinn:) Mikið er ég glöð að sagan endaði vel, ég var orðin MJÖG spennt á tímabili og einnig frekar vonlítil og farsælan endi.. Allt er gott sem endar vel:)

Eva Margrét (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 00:16

2 identicon

um farsælan endi:)

Eva Margrét (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 00:17

3 identicon

ég er ekki að ýkja þegar ég segist hafa grenjað úr hlátri við lesturinn.. bókstaflega grenjað.. Óttar getur vottað það enda sat hann hliðina á mér og skyldi ekkert hvað væri svona viðbjóðslega fyndið.. "fyndið eftir á" allavegana

sundbuxnasaga er næst á óskalista hjá mér... þú veist um hvað ég er að tala..

það var svo gott að hlægja svona mikið nokkrum klst fyrir próf í leiðinlegasta fagi sem ég hef tekið

 takk fyrir að týna símanum mínum, það var þess virði!

Sirrý (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 13:09

4 identicon

Snelld... samt steikt að ég hafi lesið þetta allt... en góð skemmtun engu að síður...

 Svekkjandi fyrir þá sem kunna ekki að leggja saman að geta ekki kommentað...

 Pís

JR

JR (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 09:16

5 identicon

bwaahhahahhahha.....þú ert steiktasti gleðigjafi í heimi Björg!

Soffa (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 19:20

6 identicon

þessi saga er snilld frá a-ö og þá sérstaklega myndir af aðilum sem tengjast sögunni. haha, þetta var steiktasta kvöld sem ég hef upplífað lengi verðum eiginlega að endurtaka þetta fljótlega

Svava Dís (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:27

7 identicon

Ég vona að það verði spurt um þetta í prófinu á mánudaginn!

Ólöf Ragnars (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband