Færsluflokkur: Bloggar

Sverðköttur sendir:

1) Fleygar jólakattakveðjur yfir höfin sjö til allra þeirra sem telja sig eiga þær skilið eða vilja veita þeim viðtöku.

2) Fleytifulla sverðgáma þakklætis fyrir fjölmargar góðar jafnt sem glæsilegar stundir á árinu. Sérstakt þakklæti til þeirra sem kunna að meta eldvörpuna, klassískar bókmenntir, vandlega skreytta og unna katta-konfektmola og lífstrúnó.

3) Afsökunarbeiðni til þeirra sem við höfum misþyrmt andlega, líkamlega, ritlega eða sálarlega, móðgað eða hraunað yfir á árinu sem nú er að líða. Ég veit að í þennan flokk falla eflaust flestir af sverðflokkunum öllum - en þannig er það nú bara stundum.

4) Hugheilar samúðarkveðjur til þeirra sem falla í flokk 3. Ég vona innilega að þið hafið þegar jafnað ykkur eða munið jafna ykkur sem fyrst með þreki og styrk sem hátíð ljóss og friðar færir ykkur.

Með sverð-aðari jólakattarkveðju, hafið það ofsalega náðugt hvar sem þið eruð stödd!

Nokkrar allt of góðar minningar (til upphitunar í vetrarnæðingi og prófkulda) !

Þegar smákökurnar fundu okkur undir múrnum... 

P1010010

 Þegar við týndum búkunum í helfararminnismerki...

P1000711

 Þegar við stálum sportbílnum og krúsuðum um Berlínarstræti með slæður og vind í hárinu...

P1000726 

 

Þegar við lífið heimsótti okkur í höllina okkar í Prag og drakk með okkur rauðvín og eldingar..

b9 

Þegar Malta hætti að vera vinalegur ferðafélagi og umbreyttist í sadómanískan túrista sem þráði það helst að þramma á sig stubba í Karl Marx allée...

P1000731

Þegar við hrelldum Þjóðverja með leitinni af Ninja-kisunni...

b22

Þegar ninja-kisan umbreyttist svo í teppi í þýsku kuldabíói...

P1000874

 Þegar kafkaískir hermenn eignuðust hjarta okkar...

P1000825 

Þegar ein stelpa grét í Baden Baden fangelsinu en önnur faðmaði lífið í Prag. Brautarpallur rétt fyrir þýskt landamærakáf og varðhundaglefs...

P1000852

Þegar Gyðingaskeggið komst í tísku...

P1000748

...og stelpur í Prag voru hvattar til að reykja...

P1000856

Þegar lestarstöðvar breyttust í leiksvið...

P1000987 

 ...og múrinn eignaðist nýja vini...

P1010001 

Þegar við breyttumst skyndilega í Möltu og Cretu... 

b17

Þegar Prag heillaði okkur...

b7

...og Berlín eignaðist okkur !

P1000998 

 


!Stóra Símamálið!

Í þessa ferð þarft þú, kæri lesandi, athyglisgáfu. Þig má hvorki syfja né sundla því Stóra Símamálið eins og titillinn vísar í er mál hið flóknasta. Mál sem vatt heldur betur upp á sig og mál sem virtist í fyrstu engan enda ætla að taka. Þetta er saga um það hvernig líf fólks getur tekið stakkaskiptum á einni hringingu. Skólabókardæmi um hvernig rugl leiðir af rugli.

Gerendur:

BJÖLLA

Björg Magnúsdóttir

Þolendur:

GUÐNÝ

Guðný Pétursdóttir              

sveif    

Og Svava Dís Guðmundsdóttir                      

Gerendur og þolendur:

SIRRÝ

Sigríður Mogensen

Einnig viðriðnir:

GUNNIGUNN

Gunnar Gunnarsson, hagfræðinemi (krúttið til hægri)

Föstudagur:

Stóra símamálið hófst, eins og einhver kann að hafa giskað á, með símhringingu. Sími af gsm-gerð hringdi í glæsihýsi Capacent við Sæbraut. Umhverfis pípandi tækið voru góðglöð drykkjulæti stjórnmálafræði- og hagfræðinema Háskóla Íslands í vísindaferð. Á skjánum stóð: "Dísin mín." Eigandi símans var og er: Sigríður Mogensen sem bað æskuvinkonu sína, Björgu Magnúsdóttur að svara þessari hringingu.

VÍSÓ

Sirrý gat ekki svarað sjálf vegna mjög djúpra samræðna við kvenskörunginn á myndinni lengst til vinstri ásamt Guggu. Ekki liggur ljóst fyrir hvað þær voru að ræða.

Ég svaraði Dísinni í síma Sirrýar sem var orðin snarhelluð af áfengisneyslu í HR-teiti. Upp hófst þetta samtal:

SDG: Haííí. Ég er komin!
BM: Ha? Í Capacent?
SDG: Já
BM: Neeeei..
SDG: Jú, ég er að segja þér það
BM: Svava, ég sit við dyrnar, ég held ég myndi sjá þig..
SDG: Bjölla! Ég veit alveg hvar ég er!
BM: Ertu inni í Capacenti?
SDG: JÁ!
BM: Nei, er langt borð með kjúklingaspjótum og Ritz-kexum fyrir framan þig??
SDG: Já!!
BM: Svava, þú ert ekki hérna inni!
SDG: VÍST!
BM: NEI, í Guðanna bænum! Förum báðar út, ókei?
SDG: Já..

Ég geng út og sé þá Svövu Dís ganga út úr glerhúsinu við hliðina á Capacent, hún hafði sum sé droppað inn í vitlausa vísó. Allt í góðu með það, rútan skilaði okkur skakkafallalaust inn á Glaumbar þar sem Símamálið vatt upp á sig. Eftir nokkrar vel valdar dans-dífur og pantanir á barnum kemur Sirrý upp að mér og eftirfarandi orðaskipti áttu sér stað:

SM: Má ég fá símann minn?
BM: Ég er ekki með hann..
SM: Víst, hættu þessu, þú tókst hann inni í Capacent, ég þarf að nota hann
BM: Ég lét þig fá hann fyrir löngu
SM: Nei, það gerðiru ekki, komdu með hann
BM: Jiiii.. ég get svo svarið það, ertu búin að leita í töskunni þinni?
SM: Ég þarf ekki að leita í töskunni minni, ég veit að þú ert með hann. Hvað ertu búin að senda mörgum fyrrverandi sms??
BM: Jésús minn! Ég er ekki með þennan djöfuls síma, leitaðu bara sjálf að honum í töskunni þinni
SM: Björg, þú ert með hann! Komdu með hann. Ég þarf að hringja og fólk þarf að ná í mig!
BM: Er ekki allt í lagi.. Ég gæti ekki verið með hann, er í ermalausum keip og með alltof litla tösku fyrir tvo síma
SM: BJÖRG!! Komdu með hann!
BM: Róóóleg
SM: Ég er ekkert reið, ég vil bara fá símann minn
BM: ÉG ER EKKI MEÐ HANN!!!!
SM: VÍST!!!
BM: Guð minn góður, ég stend ekki í þessu.

Þar við sat þangað til Svava kom til mín og benti mér á hversu mikilvægt væri að finna þennan blessaða síma. Hann hefði sögulegt gildi sem og mikið tilfinningalegt. Minni mitt var æði gloppótt svo illur grunur læddist að mér að ég hefði ef til vill ekki skilað símanum eftir símtalið inni í Capacent. Upp hófst mikið mayhem-ástand - skriðið var undir alla sófa Glaumbars - grátið nokkrum krókódílatárum allt þetta á meðan drykkjum var sturtað í sig og skynvit þar með sljóvguð. Allt kom fyrir ekki, síminn var sem tröllum gefinn.

Ég og Sirrý yrtum ekki á hvora aðra í um það bil hálftíma. Hún kallaði reyndar nokkrum sinnum: "Símaþjófur" og "mér finnst þetta ekki fyndið, Bjölla" og "það er ömurlegur brandari að stela símum fólks." Ég hafði mig ekki í að svara henni, hafði ekkert að segja mér til varnar fyrir utan "ég veit ekkert um þennan síma!"

Stefnan var um síðir tekin á partí í íbúð Skuggagarða en þangað var gengið í tveimur hollum, Sirrý í því fyrra og ég því síðara sökum fyrri andúðar. Þegar ég í mínu holli er á Hverfisgötunni fæ ég undarlega hringingu en á skjá míns síma stendur: "Hagfræði-Guðný".

BM: Nei, sæl og blessuð
"Hagfræði-Guðný": Ekki reyna að sleikja mig upp, þú átt að dingla á Gunna Gé á bjöllunni..
BM: Ha..?
"Hagfræði-Guðný": já við ætlum heim til Gunna
BM: Er þetta Sirrý??
"Hagfræði-Guðný":  Já Bjölla þetta er ég og ég er ekki búin að fyrirgefa þér
BM: Af hverju ertu að hringja úr símanum hennar Guðnýjar?
"Hagfræði-Guðný": Ég þurfti einhvern síma, þar sem þú ert með minn í einhverju svakalegu djóki..
BM: Hahaha.. þú ert rosaleg
"Hagfræði-Guðný": hehehe.... maður verður að bjarga sér!
BM: Og hvað á Guðný að gera?
"Hagfræði-Guðný": hún verður bara að hringja hjá Sessó eða eitthvað.

Partíið hjá Gunna Gé var nokkuð tryllt fyrir utan útlendinga af leiðinlegri týpunni. Bob Dylan var blastað í gegn, Óttar tók fyndnari gerðina af danssporum og Svava dó í sófanum, ég á mynd af henni þannig. Eftir um það bil tveggjatímatrylling fórum við í bæinn.

Laugardagur:

Eitthvað ókunnugt númer hringir og vekur mig. Komst fljótt að því að þetta var Hagfræði-Guðný úr heimasíma sínum.

Hagfræði-Guðný úr heimasímanum: Hæ, hæ, þetta er Guðný Péturs..
BM: hæ..
Hagfræði-Guðný úr heimasímanum: heyrðu, veist þú hvar síminn minn er?
BM: Uuuuhhh.... jaaá, ég held að Sirrý sé með hann. Það var sko þannig að ég týndi hennar og hún tók bara næsta síma til að hringja úr og gleymdi að skila honum.. ehhhh..
Hagfræði-Guðný úr heimasímanum: Hahaaha.. ókei. En veistu nokkuð hvernig ég get náð í hana?
BM: Heyrðu.. já. Hún tók símann hennar Svövu af því að þinn varð batteríislaus í gærkvöldi.. Svövu númer er 6942788..
Hagfræði-Guðný úr heimasímanum: Ókei, æðislegt, ég prófa það
BM: Ókei, heyrumst, bæ
Hagfræði-Guðný úr heimasímanum: Bæbb

Áður en liðnar eru 2 mínútur hringir Sirrý í mig úr Svövu-síma og spyr hvort ég viti hvaða ókunnuga heimanúmer er að reyna að hringja í símann hennar Svövu. Ég segi henni að það sé ekkert að óttast, þetta sé einungis heimasími hagfræði-Guðnýjar að leita að símanum sínum.
Þá kemur smá fát á Sirrý en hún virtist ekki muna hvar hún hafi sett hann en biður mig þó að fletta upp númerinu hjá Gunna Gé á netinu. Ég spyr hana af hverju í ósköpunum og þá segir hún að hún haldi að síminn hennar Guðnýjar sé þar. Eftir stutta leit segi ég henni að númerið sé 6954866.
Hún þakkar pent, skellir á en minnir mig á það að ég þurfi að hringja í Teit rútubílstjóra til þess að tékka hvort síminn hennar hafi gleymst í rútunni.

Í kjölfarið:

Sirrý skokkaði yfir til Gunna Gé, náði í síma hagfræði-Guðnýjar sem kom og náði í hann til Sirrýar. Allt mjög farsælt þar. Krúttlegt.

Mánudagur:

Þegar runninn var upp mánudagur var fjöldi týndra síma sem máttu ekki glatast: 1. Ég hringi þannig í Teit rútubílstjóra og grenja mig inn á óskiladeild fyrirtækisins.

BM: Eeee.. já góðan daginn
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: daginn..
BM: Heyrðu, ég gæti hafa gleymt síma í rútunni hjá ykkur á föstudaginn..
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: hvernig síma?
BM: bara svona bláum síma af gsm-gerðinni..
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: það er einn sími hér frá því í rútu föstudagskvöldsins..
BM: JESSSSSS! Má ég ná í hann í dag?
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: Já, við lokum klukkan 17
BM: Snilld, sé þig á eftir

Þegar þangað var komið hendist ég í offorsi inn á kontór óskiladeildar Teits rútubílstjóra og segist vera símastúlkan (ekki þó hin eina sanna Símastúlka (með stóru S-i), Miss Stebba Ben).
Ákveðin frú hlussast upp af breiðum botninum og hálfgrýtir síðan í mig hálfbronslituðum síma.

BM: Heyrðu.. ég er hrædd um að hér hafi orðið mistök. Átti óskilasíminn ekki að vera blár?
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: þetta er eini óskilasíminn..
BM: en.... ég hélt að hann væri blár..
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: Fyrirgefðu, átt þú þennan síma eða ekki???
BM: Jaahh.. já eða vinkona mín sem komst ekki að ná í hann
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: þetta er eini óskilasíminn.
BM: ertu alveg viss?
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: Lít ég út fyrir að vera eitthvað óviss?
BM: Nei, nei.. heyrðu, þetta er eflaust hann, þakka þér fyrir
Óskiladeild Teits rútubílstjóra: hnussss!

Ég fór næstum því að grenja á leiðinni út þar sem ég stóð í þeirri trú um að síminn væri blár. Þorði ekki fyrir mitt litla líf að hringja í Sirrý þar sem hún hefði án efa snappað ef ég hefði tilkynnt henni að ég hefði fengið rangan síma úr Óskiladeild Teits rútubilstjóra. Tók þess vegna þá farsælu ákvörðun að hringja í Svövu. Það hringdi. Og hringdi og hringdi. Og hringdi. Því tók ég upp á því að senda henni sms sem var mjög lýsandi fyrir andlegt ástand mitt þá stundina:

"SEGÐU MÉR AÐ DJÖFULSINS SÍMINN SÉ BRONSLITAÐUR"

Það sem ég frétti seinna var að Svava var í tíma, en las þó smsið og fór að spjalla við Sirrý á msn.

SDG: Hæ hæ
SM: hæbb
SDG: heyrðu, hvernig er síminn þinn aftur á litinn? Þessi sem týndist..
SM: AF HVERJU ÞARFTU AÐ VITA ÞAÐ??
SDG: Æææi.. bara ég var bara að hugsa um hann
SM: Svava, ég þekki þig. Hvað er að?
SDG: Ekki neitt, bara að spá..
SM: hann er svona kopar eða svona bronslitaður
SDG: Ókei, snilld!

Svava hringdi í mig að vörmu spori, kætti mig og leiddi mig símleiðis upp á 3. hæð í Odda þar sem Sirrý sat og lærði. Þegar hún sá mig fylltist hún mikilli tortryggni en þegar hún sá það sem ég hélt á ljómaði andlit hennar eins og sólin. Bronsitaði síminn. Svipur hennar hefði ekki getað verið glaðlegri, lund hennar vart geta orðið léttari og svei mér þá hún hafi ekki yngst um svona 4 ár í leiðinni!

Með afhendingu bronslitaða símans lauk Stóra Símamálinu, ég afsaka lengdina á þessu djöfullega máli sem mig langar ekki að endurtaka í þessu lífi.


Óður til eldvörpu

Eldvarpa, þú líf mitt glæðir,
lyftir mér í hæstu hæðir.
Í andans böli á þér mæðir,
þú ert mér allt, þú eldmóð fæðir. 

Eldvarpa stendur fyrir lífsins mikla móð,
tengslin við kjarnann og eldfærin góð.
Frama, getu, ei stopp og trú á lífsins leiðir,
en gættu þín þó: við illnotkun eldvarpan meiðir.  

Í æsku þennan þorsta fann,
eldvörpumóð og blóð sem rann.
Eldist ei af mér bálið besta,
bálið besta, gjöfula og mesta. 

Í heiminum eru gerðir tvær
af mannfólki, ég tel mig þekkja þær.
Önnur er sú sem á vörpu leggur fæð,
hana hreinlega hatar og þykir hún skæð. 

Hin er sú sem dæmir ei fljótt,
eldinn skoðar, hefur viðmót ei sljótt.
Áttar sig á hvað eldvarpan þýðir:
hin eilífa gleði sem stöðnun hýðir.  

Ef að stöðnun er ólífi,
hvert skal þá halda?
“Ég veit ekki”, segir þú með svörun margfalda.
 

Leyfðu eldvörpu að lýsa þér leiðina,
hún þekkir þig, les þig og bendir á veiðina.
“Veiðina”, segir þú, “þetta er þvílík hneisa!”
Ekki vanmeta hinn eldglaða vandamála-leysa. 

“Ef eldvarpa er hamingjan, hvernig má hana fá?”
Fáðu kveikjara í hönd og þú munt skjótt sjá.
Hárbrúsi einnig nauðsynlegur mjög.
Til að spreyja úr - kveikja í - sjá eldsins mörgu lög. 

Við eldinn sem hún gefur, þessi mikla lífsins varpa,
unaðsfagra spútnik græja og mín framtíðar fagra harpa:
má skyggnast inn í hjarta þitt og greina þig í hvelli,
ertu með eða á móti, mun varpan halda velli? 

Ef í æfingu kemst, gleði muntu finna,
“Ertu alveg viss, mun áhrifum aldrei linna?”
Ekki svo lengi sem þú hefur eldvörpu í hjarta,
því hún mun veita eldmóðinn og tryggja framtíð bjarta.

Eldvarpa, varpaðu mér, varpaðu mér í paradís,
varpa mun hún svo lengi sem þú verður kraftsins hennar vís.
Eldvarpa, eldvarpa, ég trúi á þig, verð þig að finna,
fanga þig, leiða þig, vil um eilífð með þér vinna.
                                                   

(Ef þið vitið eigi hvað eldvarpa er, flettið þá á færslu sem skrifuð var á Sverðkött 8.10.07.)


Sverðketti hefur borist gjöf í formi ljóðs

Sverðköttur

Settu sverð í slíður
og þú feitum hesti ríður
köttur sjáanlegur
sem virðist vera tregur

tak sverð og sting
og gakktu heilan hring
sverð verður köttur
og köttur verður sverð
og sverðköttur verður
blog af bestu gerð





Höfundur er pilturinn og Boston-búinn Jón Ragnar sonur Jóns. Hann hefur augljóslega slitið sig frá krefjandi línuritum og Mankiew-ritum, lagt höfuðið rækilega í bleyti og herkjað út þessum glæsilegu hendingum.

Óður til lífsins

Ég hefði ekkert á móti því að fara í svona dandy picnic:
1476_picnic_under_tree_1020

Kasta mér eftir nokkrum frisbee-um eftir að hafa innbyrt ótæpilegt magn af vínberjum og Camembert-osti. Eitthvað á borð við þessa hopp-tækni myndi ég nýta:

Gary%20Frisbee

Hjálpa svo góðvinkonu minni að æla út úr sér illa tvíburanum sem hún hefur gengið með síðasta árið. Svipta hulunni af félagsfræðingnum sem hefur verið dulbúinn í meira en 2 ár. Faðma lífið og hugsa hversu gott það sé. Breyta mér svo í hafmeyju, sem liti einhvern veginn svona út:

3400857

Bursta svikara í póker, hæ-fæfa heiminn og fara svo á eldheitt deit með þessum:

cowboy

Því mér segir svo hugur að hann viti hvar lyklarnir að lífinu eru. Svo ég tali nú ekki um fullkomna vínberið í klasanum.  

 


Þráhyggja dagsins: tunguklofningur

Sverðköttur leitar nú ljósum logum að manneskju sem er til í að gangast undir einn slíkan (þ.e. tunguklofning) og leyfa okkur að fylgjast með framkvæmdinni og ljósmynda í bak og fyrir. Herlegheitin verða greidd af SwordCat corp. sem og kvillar sem af þeim kunna að stafa.

 En "first things first" einsog Bretinn myndi segja. Hvað er tunguklofningur? Jú, þetta:

400px-Tongue-split

Og þetta:

tongue_split

Og hvers vegna ættir þú að skella þér á einn slíkan? Tók ég mér það bessaleyfi að þýða nokkrar staðreyndir um tunguklof sem kunna að vega talsvert á vogarskálar ákvarðanatöku.

1)Tunguklof heppnast í 35% tilvika einstaklega vel.
2) Aðgerðin er bönnuð samkvæmt lögum fjölmargra landa (en hver er ekki til í smá underground-fikt?)
3)Tunguklof geta aukið mjög á unað sleiks, sérlega þegar aðili hefur náð að aðskilja hreyfingar beggja tunguhluta- og getur þannig með hreyft hvorn hluta sjálfstætt.
4)Snákar eru merkilegar skepnur sem gaman væri að líkjast meira.

Reikna með að staðreynd 3-4 fái marga til að hugsa líf sitt frá grunni og slást í ófyrirsjáanlega ferð með Sverðketti sem mun breyta framtíðar-möguleikum og framtíðar-kossum. Ef þú ert áhugasöm/samur um tunguklof, vilt frekari upplýsingar, eða einfaldlega skella þér í þessa "body-modification" máttu endilega vera í sambandi.

Þakkir.


Sverðfaðir vikunnar !

Sverðvinur vikunnar er enginn annar en faðir okkar allra, sverðpabbinn Magnús Pálsson.



Magnús, eða Pabbi Maggi eins og við köllum hann alltaf, gaf Björgu ekki aðeins sitt krúttlega nef heldur einnig sinn hispurslausa húmor og heillandi hlátrasköll. Alltaf er hægt að leita til Pabba Magga með öll heimsins vandamál því eins og við vitum öll: „Ef Pabbi Maggi veit ekki svarið þá veit það enginn.“


Pabbi Maggi að flippa í pels.

Svo skemmtilega vill til að Pabbi Maggi á einmitt afmæli í dag og sendir Sverðköttur honum sínar einlægustu afmæliskveðjur í tilefni dagsins. Í kvöld verður einnig jólasöngstund í Hafnarfirðinum til heiðurs Pabba Magga þar sem enginn annar en hinn eitraði dúett Zessý og Vala munu þreyta frumraun sína og flytja valinkunnug lög líkt og: „Daddy's little girl“ og „The soup is yummy, daddy“ !

Að lokum: Enn og aftur pabbi Maggi til hamingju með daginn og takk fyrir að búa til Björgu.

Sverðvinur vikunnar!

Hann hatar hvorki Carlsberg í dollu né banana-breezer. Ekki skeytir hann skapi út í tapaðan þúsundkall í pókerspili á Players né fermingarstúlkur sem neita að spjalla við hann á Hvebbanum. Að eigin sögn er hann yfirvegaður mjög. Rólyndur. Og frekar sjarmerandi. Stofnmeðlimur í Refsarafélaginu (hvað svo sem það þýðir),  fylgjandi femínistum þegar hann er inntur eftir því og handhafi rúna* sem eru gjöf frá guðsyni sínum um leið og þær representa hans innri karakter.

Sverðvinur vikunnar er jafnframt Vöku-vinur vikunnar (þrátt fyrir þó að sitja í hlutlausri stjórn félags stjórnmálafræðinema). Enginn annar en Jóhann Már Helgason:

Joe1
 

 Jóhann Már eða Máson eins og pilturinn kallar sig jafnan kastaði sér í deild Sverðvina með Pétri Markan og Kára Sig er hann gerðist lærimeistari minn í hinum göfuga leik, póker. Hvatti mig til þess að jafna kynjakvótann í spilinu. Rissaði upp fyrir mig helstu reglur, talaði rólega til mín, hélt í hönd mína í fyrsta spilinu og sýndi þolinmæði sem ég vissi vart að fyrirfinndist í heimi þessum. Hæ-fæfum drenginn fyrir það.

*Ef vel er að gáð má sjá rúnirnar um háls Jóhanns en á myndinni er hann augljóslega í góðu glensi í illa trylltu partíi.


Bingó!

Bloggþurrð er allavega skárri en sleikþurrð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband